Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 38
3»
l’orv. Thoroddsen
í annan, þvers í gegnum hinar fornu krystalkúlur, sem áttu
að greina hina einstöku himna hvern frá öðrum.
Hvaða efni er nú í hinum ómælanlega geimi milli
stjarnanna, er það nokkuð eða ekkert? Er rúmið tómt?
Nei, það er það ekki. Vjer getum náð öllu andrúmslofti
úr íláti með loftdælu, en eitthvað verður þó eftir, sem
reyndar ekki er áþreifanlegt, en efni verður það þó að
vera, því ljós, rafmagn og segulmagn fara þar fram og
aftur samkvæmt eðli sínu. Ef tónar á einhvern hátt eru
framleiddir í keri, sem verið er að dæla loftið úr, t. d.
með rafmagnsklukku, smáminkar hljóðið og hverfur að
lokum, hljóðið myndar öldur í loftinu, en þegar loftið
er dælt burt úr ílátinu, hverfa eðlilega tónarnir, en raf-
magnslampi í sama keri lýsir eins vel eftir sem áðut. Nú
vitum vjer, að ljósið er líka ölduhreyfing og að rafmagn
og segulmagn eru af svipuðu eðli, á þessa náttúrukrafta
hefur loftleysið engin áhrif, svo þar hlýtur að vera ein-
hver miðill, sem bylgjur geta myndast í; geislaorkan
raskar jafnvægi þessa óþekta efnis og hefur þannig áhrif
á oss. Ofl alheimsins geta því að eins haft áhrif á skynj-
an vora, að þau raski jafnvægi, ef fullkomin kyrð væri
á öllu, myndum vjer ekki skynja neitt; þar eru meðvit-
und vorri takmörk sett, vjer getum ekkert skynjað, sem
er fullkomlega hreyfingarlaust. Petta efni, sem ber ljósið
frá yztu endimörkum alheimsins til skilningarvita vorra,
hefur verið kaliað ljósvaki (eter eða heimseter), og er
þó varla hægt að kalla það efni í vanalegum skilningi,
því það vantar þá eiginlegleika, sem önnur áþreifanleg og
loftkynjuð efni hafa; ljósvakinn er svo dularfullur að eðli
sínu, að rannsókn vísindamanna rekur sig alstaðar í vörð-
urnar, einkennin, sem tilraunirnar sýna, letida í eintómum
andstæðum og endileysum. Með öðrum orðum: ljósvak-
inn virðist að mestu leyti fyrir utan takmörk mannlegrar
skynjanar.