Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 94
94
Nú á margur bágt
verkalaun þeirra sjeu svona lág, því þeir eru svo spar-
neytnir, að þeir geta lifað fyrir 25 aura á viku. Peir
borða þá ekkert nema hrísgrjón, og þó er eins og þeir
þekki ekki til þreytu. Við slíka menn getur enginn mað-
ur í Evrópu eða Ameríku kept.
Kínverjar eru duglegir verslunarmenn og sitja fastir
hvar sem þeir koma. Japanar eru mjög hraustir hermenn
og eiga mikinn skipastól. Bæði þeir og Kínverjar hafa
þegar byrjað að ná verslun Austurlanda undir sig. Versl-
un þeirra hefur vaxið við Kyrrahafið að sama skapi sem
verslun Pjóðverja hefur eyðilagst og verslun Englendinga
minkað. Nú þegar Ameríkumenn eru komnir í ófriðinn,
munu þessar Asíuþjóðir taka utidir sig mikið af versluti
þeirra í löndunum kringum Kyrrahafið.
Japanar eru gulir og skilja gula menn til fullnustu.
Peir sjá því hvert færi til fjár þar austur frá, og kunna að
hagnýta það, en Evrópumenn ekki.
Indverjar líta líka upp til Japana sem foringja sinna.
Hinn indverski rithöfundur Rabindranath Tagore,
sem fekk Nóbelsverðlaunin 1913, hjelt í júní 1916 ræðu
við háskólann í Tókió, höfuðborg Japans, og sagði það
skýrt og skorinort. Hann mintist fyrst á, að Japan hefði
vaknað og lært af Vesturlöndum, en það sje óskemt á
sálinni. Pá talaði hann um ófriðinn og ástandið, og að
menning Vesturlanda hafi komið fram með erfiðar spurn-
ingar, en eigi svarað þeim viðunanlega. Síðar segir hann:
»Af öllum þjóðum í Asíu eruð þjer, Japanar, hin eina,
sem hefur frjálsan rjett til þess að nota það efni, sem þjer
hafið sótt til Vesturlanda, eftir yðar eigin gáfum og eigin
þörfum. Pjer eruð ekki farsællega fjötraðir af útlendu
valdi; þess vegna er ábyrgð yðar líka þeim mun meiri.
Með yðarröddu skal Asía veita svaruppá
spurningar, sem eru lagðar fyrir dómstól
mannkynsins. Á landi yðar má gera tilraunirnar, og