Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 93
Nú á margur bágt
93
að ferfalda, eða með öðrum orðum ferfalda gjöld lands-
manna í ríkissjóð. Pjóðverjar eru mestu iðjumenn og
sparsemdarmenn. En ástandið í þeim löndum, þar sem
landsmenn eru það ekki og fátæktin er almenn, en rxkis-
skuldirnar hafa vaxið að sama skapi, þar verður þetta
algjörlega óbærilegt.
En hitt verður þó ef til vill enn þyngra fyrir hinar
stóru menningarþjóðir Evrópu, ef þær hafa sjálfar eyði-
lagt sig svo mjög með þessari innbyrðis styrjöld, að þær
geta ekki staðist þá samkepni, sem mun rísa upp á móti
þeim austur í Asíu eftir stríðið, og þegar er þar byrjuð.
Verslun Pjóðverja við aðrar heimsálfur er algjörlega
eyðilögð. Framleiðsla í Evrópu er harla lítil, því að flestar
verksmiðjur eru nú vopnasmiðjur. Stríðið er afturför fyrir
Evrópu, en framför fyrir Asíu, fyrir Japana, Kínverja og
Indverja, fyrir hina gulu og brúnleitu menn, sem eru helm-
ingur mannkynsins.
Indverjar eru að vakna. Kínverjar eru að auka iðn-
að og verslun sína. Japanar eru framgjarnir metnaðar-
menn, finna til sín og gerast leiðtogar Austurlandaþjóða.
Engir hvítir menn, hvorki Evrópumenn nje Ameríkumenn,
geta kept við Kínverja í iðnaði og þrautseigju. Peir eru
allra manna þolinmóðastir, vandvirkastir og nákvæmastir í
hverju smáatriði og smásmíði. Kínverjar vinna tólf til
sextán tíma á dag fyrir eina 50 aura, en Evrópumenn og
Ameríkumenn vinna átta tíma fyrir fjögra til tuttugu
króna daglaunl
Kínverjar eru orðnir hinir bestu skipasmiðir. Peir hafa
lært af Ameríkumönnum og Evrópumönnum. í Shanghai
er skipasmíðastöð, sem smíðar nú skip fyrir Ameríkumenn.
Kínverskir verkfræðingar fá þar 1 kr. 50 aura á dag eða
minna, og verkamenn þeirra 40 aura á dag. Fjelag það,
sem á skipasmíðastöðina, borgar sig vel; stofnfjeð er 20
miljónir króna. Hinir kínversku verkamenn græða líka, þó