Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 20
20
Voi v. Thoroddsen
hinar víðáttumiklu þokur eða fer í gegnum þær, hlýtur
hann að setja þær í snúningshreyfingu, og við það mynd-
ast hvirfingar í hinu þunna efni. Oft eru tvær sveipgrein-
ar hringaðar kringum aðalþokuna, og bendir það til þess,
að efnið sje á hringferð um möndul sinn í miðju hvirfing-
arinnar. Pegar tveir hnettir rekast á með miklu afli, eins
og fyrr var getið, þar sem rætt var um »nýjar stjörnur«,
getur höggið verið svo mikið, að þeir breytist í gufu, sem
hringsnýst um sjálfa sig og tekur vanalega á sig sveip-
þokumynd. fannig ætla flestir að uppruni margra þoku-
stjarna sje, en smátt og smátt fer efnið að þjettast í
ýmsa hnúta, sem verða að nýjum hnöttum í þokunni og
hafa innan vissra vjebanda sjálfstæða hreyfingu. Menn
þykjast hafa orðið þess varir, að geimurinn sje stjörnu-
minni kringum stórar þokur, og ætla það sje af því, að
þær hreinsi til í kringum sig, dragi að sjer alla smáa og
stóra fasta líkami úr nágrenninu. Stundum kemur það
fyrir, að aðkomu-stjarna lendir í slíkri þoku og verður
þar innligsa, en getur rifið sig í gegn, ef hún hefur nógu
mikla ferð, en það tekur oft langan tíma, því þokurnar
hafa, sem fyrr var getið, mikla víðáttu í geimnum. Með-
an stjarnan er í þokunni, dynur á lienni sífeld skothríð af
aðdregnum hnattbrotum, vígahnöttum og alskonar sam-
þjöppuðum efnishnúðum, við það breytist ljós hennar
mjög, svo hún verður að breytilegri stjörnu. Stjörnufræð-
ingar hafa sjerstaklega athugað stjörnuna Eta í Argus,
sem lent hefur í þoku; 1677 var hún í 4. röð, 1751 var
hún í öðrum flokki, 1827 í fyrsta flokki, og hefur hún
jafnan verið athuguð síðan og er mjög breytileg; um
1839 var hún ein með björtustu stjörnum á himninum,
en eftir 1843 fór hún að dofna, varð 1869 ósýnileg, en
hefur síðar komið fram aftur, og nú er ljósmagn hennar
x 6. og 7. röð með smábreytingum. Ljósbreytingarnar
halda menn stafi af hinum stöðugu stóru og smáu högg-