Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 61
Ole Worm
61
afsakanlegra að segja svo, því að dönsk tunga er gamalt
heiti, heldur en að kalla alt forníslenzkt gauzkt, eins og
Svíar gerðu um þetta leyti og löngu seinna. En hjá báð-
um má þó marka metnaðinn, að eigna þjóð sinni þessi rit
að meira eða minna leyti. f*ó var mönnum þá nokkur
vorkun á þessu, því að þeim var ekki svo ljóst um upp-
runa þessara rita sem oss er nú. Skoplegra er að sjá
þann dag í dag Norðmenn vera að reyna að eigna sjer
þau með því að gefa Islendinga sögur út undir titlinum
»Gamalnorske bokverk«. í formálattum þakkar Worm ís-
lendingum fyrir aðstoð þá, er þeir hafi veitt honum; get-
ur hann þar auk orðabókarhöfundarins Eorláks biskups,
Arngríms og Brynjólfs biskups, en alls ekki síra Jóns
Magnússonar, og má það merkilegt heita, því að svo er
þó að sjá af brjefum Worms, að Jón hafi lokið við ritið,
en sjálfur mun Worm hafa komið skipulagi á safnið og
aukið það dálítið. Sjálfsagt var það uppátæki Worms að
láta prenta öli íslenz.ku orðin jafnframt með rúnum, sum-
part vegna þess að hann áleít, að upphaflega hefðu forn-
ritin verið svo rituð, sumpart líka til þess að venja menn
við rúnirnar og kenna þeim að lesa þær og rita. Orða-
safnið er aðallega dregið úr Snorra Eddu, líka úr Eglu,
Njálu og nokkrum öðrum sögum; er orðabókin allrar
virðingar verð, einkum þegar tillit er tekið til þess, að
þetta er fyrsta fyrirtæki á því sviði. Pað gefur að skilja,
að margt má að henni finna, en húrt var þarft rit. Worm
átti og án efa þátt í, að Guðmundur Andrjesson samdi
orðabók íslenzka, en hún var ekki prentuð fyr en 1683.
Árið eftir að orðabók síra Magnúsar kom út, gaf Runólf-
ur Jónsson út fyrstu íslenzku málfræðina, og þakkar hann
í formálanum Ole Worm fyrir þá aðstoð, sem hann hafi
veitt sjer til þess að koma því riti á framfæri.
Rit Worms vöktu mikla eftirtekt, ekki einungis á
Norðurlöndum, heldur og meðal mentamanna um alla