Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 14
4
I’orv. Thoroddsen
danski stjörnufræðingur J. L. E. Dreyer (f. 1852), sem er
búsettur á írlandi, mest fengist við að skrásetja stjörnu-
þokur, í skrá, sem hann gaf út 1890, eru 7840 taldar, en
síðan hefur hann tvisvar gefið út viðauka, 1895 me^ 1529
þokustjörnum og 1908 með 1400. Svo nú er að minsta
kosti búið að skrásetja um 11 þúsund stjörnuþyrpingar
og þokustjörnur og eykst sú tala á hverju ári, því betur
sem mönnum tekst að ljósmynda himinhvolfið, því sumar
koma að eins fram á ljósmyndaþynnum, sjást ekki í sjón-
pípum. Síðan menn fóru nákvæmlega að geta greint hin-
ar eiginlegu þokur frá stjörnuþyrpingunum, hefur það
komið í ljós, að þokurnar eru miklu algengari; af stjörnu-
þyrpingum þekkjast nú milli 5 og 6 hundruð, hitt eru alt
þokur. Sumstaðar eru stjörnuþyrpingar og þokur samein-
aðar í eina heild.
Fjarlægö þokustjarna hefur enn ekki tekist að mæla
með vissu, sumar eru mjög fjarlægar, sumar eins nærri
og meðalfjarlægar stjörnur. Áður hugðu flestir, W. Her-
schel og margir aðrir, að stjörnuþyrpingar og þokustjörn-
ur væru ákaflega fjarlægir heimar út af fyrir sig, eða
vetrarbrautir, sem varla væri hægt að greina sökum fjar-
lægðar, og er þess meðal annars getið í Njólu:
Vetrarbraut, ef væri fjær,
víst út líta mundi
eins og stjörnuþokur þær
Próins fjörni undir.
Hver ein stjörnuþoka þá
þeirri’ af líking hyggjum
vetrarbraut sje víð og há
vorri lík, er byggjum.
Augum berum eygt menn fá
um allar röðulgrundir
að eins tvær, en samt má sjá
um sjónargler þúsundir.