Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 12
£or\*. Thoroddsen
ii
2. Stjöpnuþyrpingar og þokustjörnur.
Víða um himitiinn eru stjörnuþyrpingar eða stjörnu-
hópar, bjartir eða daufgljáir dílar, sem í sjónpípu deilast
sundur í margar sjerstakar stjörnur. Stjörnuþyrpingar þess-
ar eru mismunandi langt í burtu, fjölda margar sundur-
deilast ekki nema í hinum stærstu stjörnukíkirum og sum-
ar sýnast altaf eins og gljáandi þokubjarmi, hve mikil sem
stækkunin er. Fyrrum hugðu menn, að allar slíkar stjörnu-
þokur, sem sjónpípurnar gátu ekki greitt í sundur, mundu
í raun rjettri vera stjörnuþyrpingar svo fjarlægar, að rann-
sóknarverkfærin gætu ekki greint hið einstaka. Pó grunaði
menn, að sumar þeirra mundu vera rjettnefndar þokustjörn-
ur, úr þunnu efni, er safnast hefði í geimnum í hnetti,
hringi eða margvíslegar hvirfingar.
Margar stjörnuþyrpingar eru forkunnar fagrar, líkjast í
sjónpípunum hrúgum af tindrandi gimsteinum, eða sandi af
gljáandi demöntum, þá eru stundum mislitar stjörnur inn-
an um, rauðar, bláar eða gular, og eykur það ekki lítið
fegurðina. Tala stjarnanna er í sumum klösum mjög há,
þannig kvað hátt á annað þúsund stjörnur vera í stjörnu-
hópnum í merkinu Herkules. Stjörnublettir þessir eru oft
kringlóttir eða þá með sveipum eins og stjörnuþokurnar,
taka eðlilega yfir mikinn geim, en einstaklingar slíkra klasa
virðast þó standa í nánu sambandi hver við annan og
haldast saman og snúast eftir lögmáli þyngdarinnar, en
allar eru stjörnuþyrpingar þessar svo fjarlægar, að fræði-
menn geta ekki kannað hinar einstöku hreyfingar. I sum-
um stjörnuklösum eru þokuefni milli stjarnanna eða kring-
um þær og yfirleitt er samband þeirra náið við þokurnar
i geimnum.
Stjörnufræðingar gátu ekki gert glöggan greinarmun
á fjarlægum stjörnuþyrpingum og þokustjörnum, fyrr en
farið var að nota spektróskópið eða litsjána. Eins og fyrr