Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 66
66
Nú á margur bágt
Landeignir Rússa eru í Asíu og eru 16650000 ferh.
km. að stærð, miklu víðlendari en öll Norðurálfan, en
mannfjöldi var í þeirn talinn einar 27 miljónir áður en
ófriðurinn hófst.
Priðja stærsta nýlenduríkið er Frakkland. fað á alls
33 nýlendur, flestar og mestar í Suðurálfunni, og eru þær
til samans 6850000 ferh. km. að stærð og íbúar þeirra eru
nú taldir töluvert fleiri en á Frakklandi, eða rúmar 56
miljónir.
Fjórða nýlenduríkið er Pýskaland, og er það lang-
yngst nýlendustórveldi. Á meðan fýskaland var mörg
smáríki og Pjóðverjar voru litlir siglingamenn, gátu þeir
ekki eignast lönd í öðrum heimsálfum. Fyrir ófriðinn
höfðu þeir eignast 13 nýlendur, að stærð 2657000 ferh.
km. samtals, og voru hinar mestu þeirra í Afríku. íbúar
þeirra allra voru tæpar 13 miljónir.
Af öllum nýlendum stórveldanna áttu Englendingar
hjer um bil 55 af hundraði, og af íbúum þeirra allra
voru 82 af hundraði í landeignum Englendinga; sýnir
þetta best, hve ágjarnir Englendingar eru til fjár og
landa.
Pá er Pjóðverjar tóku að setja nýlendur á stofn og
brjóta lönd undir sig í Afríku, óx einnig áhugi hinna
stórveldanna á því, að auka veldi sitt í öðrum heimsálf-
um. Á tólf fyrstu árum 20. aldar hafa þau eyðilagt sjálf-
stæði fimm ríkja. England byrjaði með því, að leggja
undir sig þjóðveldin Transval og Oranie í Suður-
Afríku. Peir bættu að vísu allmikið úr yfirgangi sínum
nokkrum árum síðar með því að gefa landsmönnum sjálf-
stjórn; þó má enginn ætla, að lönd þessi hafi fengið fult
sjálfstæði. Pau standa undir yfirráðum Englendinga, stjórn-
ar þeirra, þings (parlamentsins) og konungs.
Sjálfstæði Marokkós, sem er soldánsríki á norður-
ströndum Afríku, tóku stórveldin 1880 að sjer að ábyrgj-