Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 96
96
Nú á margur bágt
takmark, rjett eins og miljónaeigandi, sem eykur fje sitt
á kostnað sálar sinnar. Tagore spáir, að þetta geti ekki
staðið lengi á þennan hátt, því að í heimi þessum sjeu
til siðferðisleg lög, sem gildi bæði fyrir einstaklinga og
fyrir lögbundin þjóðfjelög. Austurlönd hafi lært þolin-
mæði á meðan þessi ósköp hafi gengið yfir, og þau
muni bíða þangað til þeirra tími sje kominn. Austur-
Asía hafi gengið sína leið og þar hafi sjerstök menning
náð að þroskast; hún sje ekki pólitísk, heldur mannfje-
lagsleg, ekki ránfíkin og aflfræðisleg, heldur andleg.
Tagore endar ræðu sína með því að segja, að Japan
hafi orðið fyrst í Austurlöndum til þess að brjóta slag-
brandana og koma fram fyrir heiminn. sPað hefur vakið
von í hjarta allrar Asíu. Asía finnur nú, að hún skal
birta lífsafl sitt með því að vinna lifandi verk. Hún
kemur engu til leiðar með því að liggja kyr, aðgjörðar-
laus og syfjuð, eða með því að apa í veikleika sínum
eftir Vesturlöndum af hræðslu eða hjegómagirni. Fyrir
þetta þökkum vjer landi hinnar upprennandi sólar og vjer
biðjum það alvarlega um að muna, að því ber að inna
hlutverk Austurlanda af hendi.«
Ræða þessi er eftirtektarverð.
Stríðið hefur gefið Japönum færi á að skerast í mál-
efni Evrópumanna. Eftir ófriðinn munu þeir heimta frjáls-
ar hendur fyrir sig í Austurlöndum, og kveðja alla gula
menn til samvinnu með orðunum: »Asía handa Asíu-
mönnum.«
Asíumenn munu heimta jafnrjetti á heimsmarkaðinum.
Slíkt getur eyðilagt kaupskap Evrópumanna.
Evrópumenn telja sig skapaða til þess að drotna yfir
jörðinni. Peir gæta eigi hófs og kunna eigi að meta
mannfjölda Austurlanda. Iðnaðarmenn og verslunarmenn
úr Evrópu eru að eins 200000 meðal mörg hundruð
miljóna. Einn hvítur maður er þar á móti þrem þúsund-