Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 35
Heimur og geimur
35
þeir mannlegum sjónum eftir kenningu Zöllners, en sáust
aftur, er þeir komu inn í hið venjulega þriggja stiga rúm.
Pannig skýrði hann hin dularfullu fyrirbrigði, sem hinn
nafnkunni miðill Slade leiddi í ljós, en Slade meðgekk
seinna, að það hefðu alt verið eðlilegar og fimlegar lodd-
arabrellur. Fáum náttúrufræðingum dettur í hug að neita
því, að bak við hina líkamlegu og skynjanlegu tilveru
geti verið, eða muni vera, önnur andleg tilveruform, en
þangað nær ekki hin mannlega skynjan og vísindin kom-
ast þar ekki að. Mannlegu eðli er svo varið, að vjer
getum eigi gripið eða skynjað það, sem er fyrir utan vorn
skynheim. Andatrúin er þvi ekkert annað en trú, eins og
svo mörg önnur trúarbrögð, og á ekkert skylt við vísindi.
Fyrir hinu dularfulla sambandi andatrúarmanna við annan
heim hefur enn eigi fengist hinn minsti snefill af vísinda-
legri sönnun. Flingað til hefur að eins tekist að sanna, að
mörg dularfull fyrirbrigði í sálarlífi manna standa í sam-
bandi við veiklað taugakerfi og benda á ýmsa fyrr lítt at-
hugaða eiginleika í sálarlífi manna.1) En þar með hefur
ekki fengist neitt samband við annan heim, andaheim eða
sálir framliðinna.
Prátt fyrir þetta er engin ástæða til að amast við
andatrúarmönnum fremur en öðrum sjertrúarflokkum, en
þeir hafa að eins ekkert leyfi til að staðhæfa, að það sjeu
vísitjdi, sem ekkert á skylt við vísindi. Vísindin geta ekki
dæmt um það, hvort grundvallaratriði andatrúar eru sönn
í sjálfu sjer, það liggur fyrir utan þeirra verkahring, á
svæði trúarinnar. Andatrúarmenn vitna stöðugt í nokkra
fræga vísindamenn (W. Crookes, Oliver Lodge, R.Wallace
o. fl.), sem hafa hneigst til andatrúar, en enginn þessara
manna hefur fundið neina vísindalega sönnun fyrir sam-
*) Sbr. Agúst Bjarnason: Rannsókn dularfullra fyrirbrigða (And-
vari 1914, bls. 17—48).
3’