Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 40

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 40
40 f orv. Thoroddsen eins og stál, og aðrir, t. d. J. J. 'Ihomson og Oliver Lodge, hafa tekið enn dýpra í árinni, þeir halda, að ljósvakinn sje miklu þjettari en nokkuð efni, sem vjer þekkjum, og miklu þyngri, ef þyngdarlögmálið annars hefur nokkurt gildi fyr- ir þetta efni. Með margbrotnum rannsóknum á eðli raf- magnseinda (elektróna) þykjast menn hafa komist að raun um, að einn kúbikcentimeter af ljósvaka, á stærð við litla fingurbjörg, muni vega eitt þúsund miljónir kilogrömm. Petta virðist hin mesta fjarstæða, og er þó bygt á rök- rjettum vísindalegum athugunum. Gegnum þetta ómælan- lega harða og þjetta efni fer ljósið 300 þúsund kilómetra á sekúndu! Pví má heldur eigi leyna, að aðrir ágætir eðlisfræð- ingar hafa líka, að því er virðist með jafngóðum rökum, komist að gagnstæðri niðurstöðu. Hinn franski eðlisfræð- ingur G. A. Hirn (1815—1890) staðhæfir, að ljósvakinn sje langþynsta og ljettasta efni, sem til er, hann hefir reiknað, að meðalhreyfing tunglsins mundi seinka um hálfa sekundu á öld, ef ljósvakinn væri að eins miljón sinnum þynnri en andrúmsloft jarðar, og eðlilega enn meir, ef hann væri nokkuð þjettari; eins mundi jafnþunnur ljós- vaki fljótt sópa burtu öllu lofthvolfi jarðar á ferð hennar kringum sólu. Svo framarlega sem ljósvakinn hefur eðli jarðneskra lofttegunda, hafa reikningar sýnt, að tunglið eða aðrir hnettir, sem lofthvolf vantar, mundu hitna um mörg þúsund stig af hreyfingu sinni gegnum ljósvakann. Yfirleitt virðast allar hreyfingar himintungla fastlega mæla móti hinni miklu hörku og þjettleika ljósvakans, en á hinn bóg- inn er hreyfmg ljóssins varla hugsanleg, nema í mjög þjettu miðilsefni. Petta eru því hreinar andstæður, sem ómögu- legt virðist að samrýma. Um eðli ljóssins hefur margt áður verið ritað á ís- lenzku, um mismunandi bylgjuhraða og liti, spektrum ljóss- ins o. fl. Það eru alt fyrirbrigði, sem eru nátengd ljósvak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.