Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 40
40
f orv. Thoroddsen
eins og stál, og aðrir, t. d. J. J. 'Ihomson og Oliver Lodge,
hafa tekið enn dýpra í árinni, þeir halda, að ljósvakinn sje
miklu þjettari en nokkuð efni, sem vjer þekkjum, og miklu
þyngri, ef þyngdarlögmálið annars hefur nokkurt gildi fyr-
ir þetta efni. Með margbrotnum rannsóknum á eðli raf-
magnseinda (elektróna) þykjast menn hafa komist að raun
um, að einn kúbikcentimeter af ljósvaka, á stærð við litla
fingurbjörg, muni vega eitt þúsund miljónir kilogrömm.
Petta virðist hin mesta fjarstæða, og er þó bygt á rök-
rjettum vísindalegum athugunum. Gegnum þetta ómælan-
lega harða og þjetta efni fer ljósið 300 þúsund kilómetra
á sekúndu!
Pví má heldur eigi leyna, að aðrir ágætir eðlisfræð-
ingar hafa líka, að því er virðist með jafngóðum rökum,
komist að gagnstæðri niðurstöðu. Hinn franski eðlisfræð-
ingur G. A. Hirn (1815—1890) staðhæfir, að ljósvakinn
sje langþynsta og ljettasta efni, sem til er, hann hefir
reiknað, að meðalhreyfing tunglsins mundi seinka um hálfa
sekundu á öld, ef ljósvakinn væri að eins miljón sinnum
þynnri en andrúmsloft jarðar, og eðlilega enn meir, ef
hann væri nokkuð þjettari; eins mundi jafnþunnur ljós-
vaki fljótt sópa burtu öllu lofthvolfi jarðar á ferð hennar
kringum sólu. Svo framarlega sem ljósvakinn hefur eðli
jarðneskra lofttegunda, hafa reikningar sýnt, að tunglið eða
aðrir hnettir, sem lofthvolf vantar, mundu hitna um mörg
þúsund stig af hreyfingu sinni gegnum ljósvakann. Yfirleitt
virðast allar hreyfingar himintungla fastlega mæla móti
hinni miklu hörku og þjettleika ljósvakans, en á hinn bóg-
inn er hreyfmg ljóssins varla hugsanleg, nema í mjög þjettu
miðilsefni. Petta eru því hreinar andstæður, sem ómögu-
legt virðist að samrýma.
Um eðli ljóssins hefur margt áður verið ritað á ís-
lenzku, um mismunandi bylgjuhraða og liti, spektrum ljóss-
ins o. fl. Það eru alt fyrirbrigði, sem eru nátengd ljósvak-