Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 59
Ole Worm
59
hann telji Snorra hafa ritað hinar sögurnar í þýðingu
Claussöns, nema Hákonar sögu gamla, sem hann segir
að Snorri hafi ekki getaö skrifað. Jafnframt gefur hann
stutt yfirlit yfir æfi Snorra. Margt muni mönnum þykja
ótrúlegt, sem- sagt sje um hina elztu konunga Svía í rit-
inu, en eigi megi menn þó alveg hafna því, því að höf-
undur segi sjálfur, að þeir hafi verið fjölkunnugir og heið-
ingjar, og með hjálp hins illa fjanda megi þeim hafa tek-
ist að gera margt, sem ólíklegt virðist. Ennfremur beri
þess og að gæta, að heimildir höfundar sjeu mestmegnis
skáldakvæði, og menn megi ekki taka altof bókstaflega
það sem í þeim standi, því að þar sje margt myrkt og
undir rós Að því er elztu sögu Dana snertir telur hann
betra að reiða sig á Saxo en Snorra. Að lokum getur
hann um ágrip það, sem Jens Mortensen hafði gefið út
og talið var samið eftir sögu ísleifs biskups. Sýnir Worm
meö rjettu fram á, að það sje ágrip af riti Snorra, og vill
jafnvel eigna það Claussön. fýðing Claussöns, sem Worm
gaf út, hefur enn gildi vegna þess, að nú er það handrit
af Böglunga sögum glatað, sem Claussön notaði, en þær
eru þar lengri en í öðrum handritum, sem enn eru til.
Fyrir því þýddi Sveinbjörn Egilsson þenna kafla aftur á
íslenzku, og er sú þýðing prentuð í Fornmannasögum.
Pannig varð Worm fyrstur til að gera Snorra kunnan
sem sagnaritara. íslendingar sjálfir höfðu gleymt sagna-
ritun hans, og þektu hanti einungis sem höfund Eddu.
Arngrímur lærði segir í brjefi til Worms, að Worm hafi
hafið hann upp úr myrkri nóttu gleymskunnar. En það
má merkilegt heita, að íslendingar, bæði Arngrímur og
Björn á Skarðsá, hjeldu áfram að telja ísleif biskup mcð-
al sagnaritara, enda þótt Worm hefði sýnt, að það væri
rangt.
Pað var erfitt fyrir aðra en Islendinga að fást nokkuð
við fornritin, því að engin hjálparrit við lestur þeirra voru