Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 67
Nií á margur bágt
67
ast, en 1905 lenti þeim í harðasta rifrildi um það land,
og lá þá við ófriði milli Frakka og Pjóðverja. Englend-
ingar studdu þá Frakka og Spánverja sökum þess, að
þeir höfðu genð samþykki sitt til þess, að Englendingar
mættu fara að á Egyptalandi eins og þeir vildu. Par
höfðu þeir um allmörg ár haft setulið, en lofað stórveld-
unum að rýma þaðan. Nú lögðu þeir Egyptaland undir
sig, en áður (1901) höfðu þeir fengið samþykki ítala til
þess að þeir mættu kasta eign sinni á Egyptaland, móti
því að þeir leyfðu ítölum að leggja Trípólis á norður-
ströndum Afríku undir sig. Æðstu yfirráðin yfir því landi
átti þá Tyrkjasoldán, en Englendingar hirtu ekki um það.
En af aðförum Frakka og Spánverja í Marokkó er það
að segja, að þeir skiftu síðar því ríki á milli sín, og
fengu Frakkar meiri hlutann, af því að þeir voru ríkari.
Sjálfstæði og hlutleysi K ó r e a austast í Asíu höfðu
bæði Japanar, Rússar, Englendingar og Frakkar skuld-
bundið sig með samningi að ábyrgjast. En skömmu eftir
aldamótin myrtu Japanar drotningu þá, sem sat þar að
ríkjum. Síðan óðu þeir inn í landið og neyddu landsmenn
til að taka þátt með sjer í ófriðnum við Rússa! Bæði
Kóreingar og Rússar mótmæltu þessu og báðu Englend-
inga og Frakka hjálpar, en hvorugur þeirra hreyfði legg
eða lið til liðveitslu. Tað kom þá eigi heldur í ljós, að
Frakkar eða Englendingar tækju sjer það neitt nærri, að
brotið væri hlutleysi Kóreinga og sjálfstæði þeirra eyði-
lagt. Nú segjast bæði P'rakkar og Englendingar vera að
berjast fyrir hlutleysi, rjetti og sjálfstæði Belga og annara
smáþjóða. fað er gleðilegt, ef það er satt, eins og vjer
vonum. Pjóðverjar segjast einnig vilja vernda smáþjóð
irnar, og er því vonandi, að þær allar fái að vera í friði
fyrir þessum miklu ríkjum.
Persía er eitt af hinum elstu menningarlöndum
mannkynsins, en 1907 og 1908 hafa Englendingar og
5'