Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 105
f’jóðjarðasalan
io5
Ef ábúandi bætti jörðina að mun, mátti meta það, er
hann ljet af búskap, og greiða honum sanngjarnt verð
fyrir það; en þeirri upphæð varð þá að bæta við jarðarverðið
og ábúendur síðan greiða landssjóði fjóra af hundraði í
leigu af því auk afgjaldsins, sem áður var. Á þennan
hátt mátti sjá um það, að verulega góðir ábúendur fengju
og sjerstaka borgun fyrir góðar jarðabætur, og jafnframt
koma í veg fyrir óhæfilega fjegirnd, með því að leigan af
upphæðinni fjell á börnin, sem áttu og að njóta jarðabót-
anna; mundu þá fáir feður óska ósanngjarns endurgjalds
og mikillar verðhækkunar á jörðunni, og alt fara hóflega.
Petta fyrirkomulag gæti einnig stutt að því, að breyta
hinum skaðlega og ljóta hugsunarhætti, sem enn má heita
ríkjandi, að menn þurfi eigi að gjöra jarðabætur, heldur
megi fara með jarðirnar í raun rjettri eins og verkast vill.
Jarðabætur vilja því margir eigi gjöra, jafnvel á eignar-
jörðum sínum, nema fyrir sjerstakt kaup, verðlaun úr
landssjóði, og sumir eigi einu sinni heldur fyrir það, og
það enda þótt jarðeigandi bjóði sjerstaka borgun fyrir
þær líka. Jeg þekki dæmi til þess.
I búnaðarsögu Islands frá því á 12. öld og fram á
vora daga eru ótal jarðníðingar. Það er sorglegt að sjá
það, að verkum einstakra framfara og dugnaðar manna
hefur aldrei verið haldið við til lengdar, þá er þeir hafa
bætt ábúðarjörð sína og húsað hana vel. Enn síður að
þeim hafi verið haldið áfram. Hver einasta jörð, sem hefur
verið endurbætt mikið, hefur aftur verið nídd, þá er frá
leið, þótt stundum hafi búið tveir eða þrír menn á henni
hver fram af öðrum, sem hafa setið hana vel. Svona
hefur þetta eigi gengið í öðrum löndum siðaðra manna.
Peim hugsunarhætti, sem elur slíkt og þolir, þarf að
breyta.
Ef það væri eigi lagaskylda — og það er það —,
þá er það að minsta kosti siðferðisleg skylda hvers