Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 105

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 105
f’jóðjarðasalan io5 Ef ábúandi bætti jörðina að mun, mátti meta það, er hann ljet af búskap, og greiða honum sanngjarnt verð fyrir það; en þeirri upphæð varð þá að bæta við jarðarverðið og ábúendur síðan greiða landssjóði fjóra af hundraði í leigu af því auk afgjaldsins, sem áður var. Á þennan hátt mátti sjá um það, að verulega góðir ábúendur fengju og sjerstaka borgun fyrir góðar jarðabætur, og jafnframt koma í veg fyrir óhæfilega fjegirnd, með því að leigan af upphæðinni fjell á börnin, sem áttu og að njóta jarðabót- anna; mundu þá fáir feður óska ósanngjarns endurgjalds og mikillar verðhækkunar á jörðunni, og alt fara hóflega. Petta fyrirkomulag gæti einnig stutt að því, að breyta hinum skaðlega og ljóta hugsunarhætti, sem enn má heita ríkjandi, að menn þurfi eigi að gjöra jarðabætur, heldur megi fara með jarðirnar í raun rjettri eins og verkast vill. Jarðabætur vilja því margir eigi gjöra, jafnvel á eignar- jörðum sínum, nema fyrir sjerstakt kaup, verðlaun úr landssjóði, og sumir eigi einu sinni heldur fyrir það, og það enda þótt jarðeigandi bjóði sjerstaka borgun fyrir þær líka. Jeg þekki dæmi til þess. I búnaðarsögu Islands frá því á 12. öld og fram á vora daga eru ótal jarðníðingar. Það er sorglegt að sjá það, að verkum einstakra framfara og dugnaðar manna hefur aldrei verið haldið við til lengdar, þá er þeir hafa bætt ábúðarjörð sína og húsað hana vel. Enn síður að þeim hafi verið haldið áfram. Hver einasta jörð, sem hefur verið endurbætt mikið, hefur aftur verið nídd, þá er frá leið, þótt stundum hafi búið tveir eða þrír menn á henni hver fram af öðrum, sem hafa setið hana vel. Svona hefur þetta eigi gengið í öðrum löndum siðaðra manna. Peim hugsunarhætti, sem elur slíkt og þolir, þarf að breyta. Ef það væri eigi lagaskylda — og það er það —, þá er það að minsta kosti siðferðisleg skylda hvers
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.