Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 20

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 20
20 Voi v. Thoroddsen hinar víðáttumiklu þokur eða fer í gegnum þær, hlýtur hann að setja þær í snúningshreyfingu, og við það mynd- ast hvirfingar í hinu þunna efni. Oft eru tvær sveipgrein- ar hringaðar kringum aðalþokuna, og bendir það til þess, að efnið sje á hringferð um möndul sinn í miðju hvirfing- arinnar. Pegar tveir hnettir rekast á með miklu afli, eins og fyrr var getið, þar sem rætt var um »nýjar stjörnur«, getur höggið verið svo mikið, að þeir breytist í gufu, sem hringsnýst um sjálfa sig og tekur vanalega á sig sveip- þokumynd. fannig ætla flestir að uppruni margra þoku- stjarna sje, en smátt og smátt fer efnið að þjettast í ýmsa hnúta, sem verða að nýjum hnöttum í þokunni og hafa innan vissra vjebanda sjálfstæða hreyfingu. Menn þykjast hafa orðið þess varir, að geimurinn sje stjörnu- minni kringum stórar þokur, og ætla það sje af því, að þær hreinsi til í kringum sig, dragi að sjer alla smáa og stóra fasta líkami úr nágrenninu. Stundum kemur það fyrir, að aðkomu-stjarna lendir í slíkri þoku og verður þar innligsa, en getur rifið sig í gegn, ef hún hefur nógu mikla ferð, en það tekur oft langan tíma, því þokurnar hafa, sem fyrr var getið, mikla víðáttu í geimnum. Með- an stjarnan er í þokunni, dynur á lienni sífeld skothríð af aðdregnum hnattbrotum, vígahnöttum og alskonar sam- þjöppuðum efnishnúðum, við það breytist ljós hennar mjög, svo hún verður að breytilegri stjörnu. Stjörnufræð- ingar hafa sjerstaklega athugað stjörnuna Eta í Argus, sem lent hefur í þoku; 1677 var hún í 4. röð, 1751 var hún í öðrum flokki, 1827 í fyrsta flokki, og hefur hún jafnan verið athuguð síðan og er mjög breytileg; um 1839 var hún ein með björtustu stjörnum á himninum, en eftir 1843 fór hún að dofna, varð 1869 ósýnileg, en hefur síðar komið fram aftur, og nú er ljósmagn hennar x 6. og 7. röð með smábreytingum. Ljósbreytingarnar halda menn stafi af hinum stöðugu stóru og smáu högg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.