Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 23

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 23
Heimur og geimur 23 hennar mjög mismunandi, sumstaðar greiðist hún sundur í mjóar jafnhliða ræmur, sumstaðar dregst hún saman í stórar fúlgur eða breikkur, alveg eins og á, sem dreifir sjer á sljettum söndum. Á norðurhimni kvíslast vetrar- brautin greinilega í Álftarmerki í tvær jafnhliða álmur, sem sameinast við Alfa í Bogmanni á suðurhimni, þessar álmur eru mestar, en annars eru víða óglöggar smágreinir og kvíslar. Pví nánar sem vetrarbrautin er athuguð, því örðugra er að átta sig á hinu einstaka, alt virðist svo margbreyti- legt og óskipulegt, eins og skýjabelti með hnoðrum og hnúðum, víða eru líka dökkar rifur og holur eða svartir blettir, það er eins og þar sjáist gegnum vetrarbrautina út í stjörnulausan, tóman og svartan geim. Stærsta og frægasta gloppan í vetrarbrautina er á suðurhimni, 1 syðstu bugðu hennar, og er kölluð Kolapokarnir, sakir sortans, mitt innan um björt og lýsandi stjörnuský, ná- lægt fögru stjörnumerki, sem heitir Suðurkross. Á norð- urhimni hafa alls verið taldir 164 smáir, dimmir blettir í vetrarbrautinni. Menn hafa með mikilli fyrirhöfn gert margar tilraunir til að teikna vetrarbrautina, og hafa þær tilraunir tekist misjafnlega, því það er ákaflega örðugt að henda reiður á hinum óteljandi misbjörtu röndum, hnúð- um, blettum, dílum og þokum, sem alt ólgar fyrir auganu eins og bylgjur í skýjum. Síðan farið var að ljósmynda himininn, hefur könnun vetrarbrautar mikið farið fram, en ljósmyndirnar sýna slíkan urmul af stjörnum, að afarörð- ugt er að átta sig á hinu einstaka, það er eins og litið sje gegnum hina þjettustu skæðadrífu af sólkerfum og stjörnuklösum. Ekki hafa menn enn neina vissa hugmynd um tölu stjarna í vetrarbrautinni, ýmsar ágizkanir hafa verið gerðar, en þær er ekki mikið að marka, þær fara mjög á dreif, frá 20 miljónum upp í 80 — 90 miljónir, en víst er það, að stjörnutalan skiftir tugum miljóna. W.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.