Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1984, Page 22
DV. MÁNUDAGUR12. MARS1984.
22
Verðlaunagripir
og verðlaunapeningar
i miklu úrvali
fímebajl
FRAMLEIÐI OG UTVEGA
FÉLAGSMERKI
PÓSTSENDUM
meoa
Magnús E. Baldvinsson
Laugavegi 8 — Sími 22804
Vi
VÖRULYFTARI
Til sölu 2 1/2 tn. Hyster dísil vörulyft-
ari, sjálfskiptur m. vökvastýri, í góðu
ástandi.
GUÐBJÖRN GUÐJÓNSSON H/F,
Korngarði 5, Sundahöfn,
sími 91-85677.
Vélaverkstæði
Sigurjóns Jónssonar hf.
«
Bygggörðum 1 — 170 Seltjarnarnesi
Sími 91-25835 - Telex 2171
Nýir og notaðir rafmagns- og dísillyftarar. Aukabúnaður, svo
sem; veltigafflar, hliðarfærsla, pallettuvagnar, ballaklær.
Hleðslutæki 6-12-24-48-72 volt.
Geymatengi fyrir rafmagnslyftara, margar gerðir. Slönguhjól.
Útblásturshreinsarar fyrir disilvélar.
sundfatnaður
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Hólasport — Reykjavík
Músík og sport — Hafnarfirði
Sporthúsið — Akureyri
Sportvík — Keflavík
Sportvöruvers/un Póstsendum
Ingólfs Óskarssonar
Laugavegi 69 — sími 11783 Klapparstíg 44 — sími 10330
í Iþróttir 1 íþróttir fþróttir
Njarðvíkingar
lagðir að velli
ÍR-ingar sigruðu Njarðvíkinga í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik í Selja-
skóla í gærkvöldi með 88 stigum gegn
81. Staðan í hálfieik var 40—45 Njarð-
vik í hag. Stigahæstir ÍR-inga voru
Pétur Guðmundsson með 27 stig og
Gylfi Þorkelsson með 21 stig. Hjá
Njarðvík skoruðu mest Júlíus
Valgeirsson og Gunnar Þorvarðarson
með 14 hvor og Hreiöar Hreiðarsson
með 12 stig.
Njarövíkingar eru búnir að vera með
yfirburðalið í vetur og hefur Valur
Ingimundarson þar veriö máttarstólpi
liðsins. Ef um hið heföbundna fyrir-
komulag úrvalsdeildarinnar væri að
ræða stæðu Njarðvíkingar nú uppi sem
öruggir sigurvegarar. Nú verða
möguleikar þeirra á Islandsmeistara-
titlinum hins vegar að teljast verulega
skertir þar sem Vals nýtur ekki lengur
viö, og sýnir það hversu ranga mynd
endanlegu úrslitin geta gefið af
raunverulegri getu liðanna.
-ÞS.
Bragi Reynisson sést hér skora fyrir IR
gegn Njarðvik ígærkvöldi. Bragi stóð
sig vel í leiknum og er upprennandi
körf uknattleiksmaður hjá félaginu.
Valur Ingimundarson varð að láta sér nægja að fylgjast með félögum sinum af
varamannabekk liðsins í leiknum gegn ÍR í gærkvöldi. Valur brotnaði fyrir
skömmu og veröur ekki með Njarðvík í úrslitakeppni úrvalsdeildar.
DV-mynd Óskar Örn Jónsson.
Mótmæli fyrir-
huguð í Waterschei
— en f resta varð leiknum við CS
Brugge. Standard vann Anderlecht
Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni
DV í Belgiu.
Aðalieikurinn i 1. deildinni i Belgiu
í gær var viðureign Anderlecht og
Standard Liege í Briissel.
Ahorfendur voru um 30 þúsund og
mikil læti voru meðal þeirra fyrir
leikinn, hrópað á leikmenn Standard
vegna mútumálsins og voru lætin svo
mikil að forráðamenn Anderiecht
urðu að biðja áhorfendur að hafa sig
hæga, svo leikurinn gæti farið fram.
Það var gert gegnum hátalara og
urðu áhorfendur við þvi.
Anderlecht hafði verulega yfir-
buröi framan af. Czermiatinski skor-
aði strax á 7. mín. eftir snilldarsend-
ingu Kenneth Brylle og fleiri færi
fékk liöið. En Vandermissen tókst aö
jafna fyrir Standard og eftir það náði
Standard undirtökunum. Sigraöi 3—1
og þeir Plesser og Wintacq skoruöu
hintvömörkin.
Roland Janssen var settur úr liði
Waterschei fyrir leikinn viö CS
Brugge og sagöi þjálfari liösins aö
þaö væri vegna þess aö leikmaðurinn
væri yfirspenntur á taugum.
Stuöningsmenn Waterschei voru
meö fyrirætlanir um aö koma ekki
inn á völlinn fyrr en hann væri hafinn
og áttu það aö vera mótmæli vegna
mútumálsins. Til þess kom þó ekki.
Snjórinn sá um þaö, þaö svo aö fresta
varðleiknum.
Leikur Courtrai og Antwerpen var
mjög lélegur. Ekkert mark skorað.
Þulur belgíska útvarpsins hældi
tveimur leikmönnum Antwerpen,
Van Der Elst og Pétri Péturss. Af
öörum úrslitum má nefna aö Gent
sigraði Beveren 1—0 og FC Liege
vann Lokeren 4—2. Beveren er efst
meö 38 stig. Searing og Anderlecht
hafa 33 stig, FC Brugge 32 og Stand-
ard 31 stig. Oll liðin eftir 25 leiki.
-KB/hsím.
„Vissi
strax
væri
brotimT
I
I „Eg var að hlaupa alveg á- I
reynslulaust eftir gólfinu, þegar ■
ég fann að eitthvað gaf sig í ökkl- I
anum. Ég vissi strax að um brot ■
væri að ræða þótt ég vonaði í I
lengstu lög að svo væri ekki,” _
1 sagði Valur Ingimundarson, hinn |
snjalli körfuknattleiksmaður í *
UMFN-liðinu, þegar við spurðum |
hann hvernig það atvikaðist er
hann hlaut slæm meiðsli í leik |
UMFN og Hauka á dögunum. ■
Valur sat og horfði á leik IBK og |
Vals, með gifs á vinstri fæti, þeg- |
ar við náðum af honum tali. „Við _
myndatöku á sjúkrahúsinu kom í |
ljós að ótti minn hafði við rök að ■
styðjast. Eg verð í gifsi næstu
þrjár vikurnar og má láta mér |
nægja að horfa á félaga mina í ■
UMFN heyja baráttuna í úrvals- I
deildinni. Aftur á móti geri ég |
mér vonir um að geta leikið meö I
landsiiðinu verði ég til þess I
valinn.”
Missir UMFN er mikill og ■
meiðsli Vals setja stórt strik í |
reikninginn hjá liðinu enda er _
hann þeirra besti skorari og |
stigahæstur i úrvalsdeildinni. ■
Ekki vildi Vaiur neinu spá um úr- I
slitin i úrvalsdeildinni en óskaði I
félögum sinum alls hins besta í •
baráttunni um Islandsmeistara- I
titilinn. -emm. "
c