Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987.
Fréttir__________________________________________
Söttuðu Subaruamir
verða ekki skráðir
álit að þessir bílar geti verið hættu-
legir og við trúum því að það sé á
valdi ykkar að koma í veg fyrir að
bílarnir séu á vegum íslands."
Þeir bílar sem Hekla h/f er að flytja
til landsins munu verða skoðaðir á
sama hátt og allir aðrir nýir bílar.
Finnist ekkert athugavert við bílana
þá verða þeir skráðir á venjulegan
hátt.
-sme
Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur
ákveðið að þeir Subaru-bílar, sem
lentu í sjóflóðinu í Drammen í Nor-
egi, verði ekki skráðir hér á landi.
Hekla h/f óskaði þess að í skráning-
arvottorð þeirra Mitsuhishi-bíla sem
lentu í sjóflóðinu og verða fluttir til
'andsins, verði skráð í hverju bílarn-
r hafa lent. Þessum óskum Heklu
h/f var synjað. Var það gert végna
þess að það tíðkast ekki að í skrán-
ingarvottorð séu skráð þau óhöpp
sem bílar verða fyrir.
Framleiðendur Subaru sendu Bif-
reiðaeftirlitinu vottorð um þá
Subaru-bíla sem skemmdust í
Drammen. í vottorðinu segir meðal
annars: „Áðurgreindir bílar eru allir
ónýtir, þá er ekki hægt að gera við,
og þá á aldrei undir nokkrum kring-
umstæðum að selja eða nota sem
ökutæki. Þeir geta ekki uppfyllt þær
háu kröfur sem við áskiljum á öllum
okkar bílum.
Við höfum frétt að þeir sem bílana
keyptu af tryggingafélaginu hafl í
hyggju aö selja umrædda bíla til ís-
lenskra neytenda andstætt okkar
fyrirmælum. Eru þetta mjög slæmar
fréttir. Okkur flnnst þetta vera gróf
móðgun við íslendinga og við erum
þeirrar skoðunar að þessa bíla ætti
aldrei að skrá á íslandi. Það er okkar
Tollabreytingin:
Glasgow-ferðir leggjast af
- segir Jón Baldvin
Haukur starfar sem gangbrautarvörður á Langholtsveginum en sagðist
vera ákveðinn í því aö sækja námskeið hjá lögreglunni. DV-mynd BG
Öllum stöðumæla- og gangbrautarvörðum sagt upp:
Á að gera þá að
lögregluþjonum?
„Innkaupaferðir til Glasgow munu
leggjast af,“ sagði Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráðherra er
ríkisstjórnin kynnti væntanlegar
breytingar á tollum og vörugjöldum.
Um tollabreytinguna segir í yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar:
„Með lækkun hæstu tolla úr 80%
í 30% og afnámi fjölmargra gjalda er
stefnt að því að vöruverð á íslandi
standist betur samjöfnuð við vöru-
verð í útlöndum. Ureltar skilgrein-
ingar tollalaga, þar sem daglegar
neysluvörur eru hátollavörur, eru
felldar niður.
Af 6 þúsund tollnúmerum bera 5
þúsund engan toll.
Fjörtíu mismunandi tollstig, frá 0
til 80%, falla niður. í staðinn koma
sjö jöfn þrep, frá 0 til 30%. Tollar á
matvörum eru nær undantekningar-
laust felldir niður.
Fjölmargar vörutegundir, sem bor-
iö hafa háa tolla og vörugjöld, lækka
stórlega í verði. Brenglun vöruverðs,
sem tollar og vörugjöld hafa valdið,
„Frá áramótum kemur til fram-
kvæmda veigamesta kerfisbreyting á
sköttum um áratuga skeið,“ segir í
yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf út
í gær undir fyrirsögninni: Einföldun
skattkerfis - lækkun verðbólgu.
„Breytingar þessar fela í sér:
Lækkun tolla og afnám sex ann-
arra gjalda.
Fækkun undanþága og sam-
ræmdan söluskatt.
Öruggari tekjuöflun ríkissjóðs.
Stórbætt skattskil.
Lækkun verðbólgu.
verður leiðrétt. Mörg dæmi eru um
verðlækkun á bilinu 20-40%. Versl-
un flyst inn í landið."
Um breytingu á vörugjöldum segir:
„Sex mismunandi gjöld verða felld
niður; fjögur mismunandi vörugjöld,
sem nú eru 7%, 17%, 24% og 30%,
tollafgreiöslugjald, sem nú er 1%, og
byggingariðnaðarsjóðsgjald, 0,5%.
Lagt verður á eitt vörugjald, 14%,
sem leggst á nokkra skýrt afmarkaða
vöruflokka, sem nú bera margvísleg
vörugjöld á bilinu 17-30%.
Þessar vörur eru:
Sæigæti og kex, öl, gosdrykkir og
safar, ýmiss konar raftæki, hljóm-
tæki, sjónvörp og myndbönd, blönd-
unartæki og kranar, raflagnaefni,
hreinlætistæki svo og steypustyrkt-
aijárn.
Innlendum gjaldendum fækkar til
muna og eftirlit verður einfaldara.
Einfóldun tolla- og vörugjalda auð-
veldar framkvæmd og opnar nýja
möguleika til betri innheimtu sölu-
skatts." -KMU
Þessar breytingar koma til fram-
kvæmda um leið og tekið verður upp
staðgreiðslukerfl skatta. Með þess-
um aðgerðum og ákvörðun um 22%
virðisaukaskatt, sem upp verður tek-
inn’ í ársbytjun 1989, þegar gamla
söluskattskerfiö verður afnumið er
lokið umfangsmestu þáttunum í end-
urskoðun skattakerfisins. Skattlagn-
ing verður gerð einfaldari, réttlátari
og skilvirkari,“ segir í yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar.
-KMU
„Þarna er um það að ræða að heil
stétt manna er þurrkuð út með einu
pennastriki og mér finnst furðulegt
að undirstinga ekki menn með þessu
áður,“ sagði Haukur Sveinsson gang-
brautarvörður en hann og 18 aðrir
starfsmenn borgarinnar fengu upp-
sagnarbréf 1. desember. Hér er um
að ræða stöðumælaverði, gangbraut-
arverði og menn tengda því.
Eins og kemur fram í máh Hauks
þá kemur þessi uppsögn illa við
menn og hefur verið boðaöur fundur
meðal starfsmanna á þriðjudaginn.
Það var þungt hljóðið í þeim mönn-
um sem við var rætt og var greinilegt
að mönnum var brugðið. Það gekk
reyndar erfiðlega að finna stöðu-
mælaverði í gær vegna þess að þeir
fóru snemma heim vegna skorts á
sektarmiðum.
Ástæða uppsagnarinnar er sú að
nú færist hluti þeirrar löggæslu sem
fram fer á götum sveitarfélaganna til
þeirra sjálfra. Mun þetta vera sam-
kvæmt skandinavískri fyrirmynd og
tengist nýju umferðarlögunum sem
taka gildi 1. mars. Þessi breyting
færir borginni auknar tekjur. Það á
með öðrum orðum að gera þessa
menn að nokkurs konar lögreglu-
þjónum. Þeim verður ætlað að fylgj-
ast með hvort bílum er rétt lagt og
umferðareglur virtar auk þess að
gegna sínu stöðumælastarfi. Stöðu-
verðir er hið nýja starfsheiti þeirra.
Þá er ætlunin að senda þá menn, sem
vilja ráða sig í hið nýja starf, á nám-
skeið hjá lögreglunni.
„Það er í sjálfu sér allt í lagi fyrir
andlega hressa menn að seljast á
skólabekk en það var ekki rétt að
þessu staðið - þetta kemur sem reið-
arslag," sagði Haukur sem hefur
starfað í 52 ár hjá borginni. „Flestir
þessara manna eru sjúklingar og það
sló á þá er okkur var tilkynnt þetta
á fundi með gatnamálstjóra án þess
að nokkur vissi fyrirfram um hvað
ætti að ræða.“ -SMJ
Yfírlýsing ríkisstjórnarinnar:
Veigamesta breytingin
á sköttum í áratugi
„Þaö er einróma samkomulag
flýta greiðslukortamánaðamót-
unum til 7, desember. Við
munum ekkiframvísa kvittunum
fyrr en eftir 18. desember og því
þarf sá sem kaupir bók á mánu-
daginn ekki aö borga hana fyrr
en í febrúar," sagði Guömmrdur
Sigmundsson, formaður Félags
bókaverslana, í samtali við DV í
gær.
„Við gerum þetta til að létta
álaginu af starfsfólkinu síöustu
dagana fyrir jól og einnig til aö
dreifa sölumn yfir mánuöinn. Þá
gerir þessi ráðstöfun útgefendum
kleift að láta endurprenta bækur
fyrir jól ef útlit er fyrir aö þær
seljist upp.“
Guömundur sagöi aö hvaö
kostnaðarauka áhrærði varðandi
þetta mál þá hefðu útgefendur
ákveðið að koma til móts við
bókaverslanir með því að gefa
lengri greiðslufrest á hluta bóka-
kaupa verslananna. -ATA
Fangi slapp
Fangi, sem verið var flytja frá
Litla-Hrauni í Sakadóm Reykjavík-
ur, slapp frá gæslumönnum. Það var
um klukkan hálfellefu í gærmorgun
sem komið var með fangann til
Reykjavíkur. í Sakadómi átti fanginn
að mæta hjá dómara. Honum tókst
að hlaupa á brott áður en til þess
kom.
Fanginn er tæplega þrítugur að
aldri, hár, grannur, með dökkt skol-
htað hár og með alskegg. Það er að
segja þegar hann strauk. Hann getur
bæði verið búinn að hta hár sitt og
skera skegg. Hann var 1 brúnu leður-
vesti, dökkum buxum og hermanna-
klossum.
Þegar DV fór í prentun var fanginn
ófundinn.
-sme
Húsnæðismál:
Samkomulag
í sjónmáli
Félagsmálanefnd neðri deildar Al-
þingis hefur verið á stífum fundum
undanfarna daga um húsnæðisfrum-
varp Jóhönnu Sigurðardóttur.
Stjórnarhðar í nefndinni komu sam-
an klukkan 21 í gærkvöldi. Fyrir
fundinn voru taldar líkur á að sam-
komulag gæti tekist.
Bilið var mest á milli Alexanders
Stefánssonar, fuhtrúa Framsóknar-
flokks, og Jóns Sæmundar Sigur-
jónssonar, fulltrúa Alþýðuflokks.
Geir Haarde, fulltrúi Sjálfstæðis-
flokks, hafði lagt fram tihögur sem
Alþýðuflokkurinn virtist geta sætt
sig við sem málamiðlun. Óvíst var
um svar Alexanders.
-KMU
Verulegar breytingar á vöruverði
Vöruverð í landinu mun taka
veigamiklum breytingum um
næstu áramót þegar ný lög um
söluskatt, tolla og vörugjald taka
ghdi. Jafnframt verða gerðar ýms-
ar ráðstafanir til að draga úr
áhrifum breytinganna.
Vörur ýmist hækka í veröi,
lækka eða standa í staö. Ríkis-
stjórnin fuhyrðir að hehdaráhrifin
verði þau að framfærsluvísitala
breytist ekki, byggingarvísitala
lækki um 2,3% og lánskjaravísitala
lækki um tæpt 0,8%.
Kindakjöt, mjólk, skyr og smiör
hækkar ekki í verði. Gosdrykkir
standa einnig í stað.
Ekki liggur fyrir hvemig verð á
alifugla- og svínakjöti breytist en
stefnt er að því að það hækki ekki
yfir 5-6%.
Óvissa ríkir einnig um breyting-
ar á verði nautakjöts, brauðs, osta
og eggja. Þessar vörutegundir
munu þó yfirleitt hækka í verði.
Vörur sem hækka í verði
Fiskur hækkar um 25%.
Nýtt grænmeti hækkar um 15-25%.
Kaffi hækkar um 2-3%.
Sykur hækkar um 13%.
Nýir ávextir hækka um 15-25%.
Heimilistæki ýmist lækka eða
hækka í verði. Þessi hækka:
Þvottavélar hækka um 15%.
Saumavélar hækka um 16%.
Kæliskápar hækka um 16%.
Vörur sem lækka í verði
Niðursuðuvörur lækka um 15%.
Þurrkaðir ávextir lækka um 35%.
Krydd lækkar um 35%.
Hreinlætisvörur lækka verulega:
Sjampó um 25%.
Tannburstar um 45%.
Tannkrem um 25%.
Sápur og þvottaefni standa hins
vegar í stað.
Snyrtivörur lækka í verði:
Ilmvötn um 45%.
Rakspírar um 45%.
Varalitir um 47%.
Búsáhöld lækka:
Borðbúnaður um 40%.
Hnífapör um 50%.
Heimilistæki sem lækka í verði
eru:
Þurrkarar lækka um 5%.
Sjónvörp og myndbandstæki
lækka um 11%.
Hljómflutningstæki lækka um
15%.
Frystikistur lækka um 5%.
íþrótta- og tómstundavörur lækka.
Bifreiðavarahlutir lækka um 20%.
Hjólbarðar lækka um 20%.
Byggingarvörur lækka margar
mikið í verði:
Hreinlætistæki lækka um 40%.
Blöndunartæki lækka um 30%.
Raflagnavörur lækka um 30%.
Gólfteppi og dúkar lækka um 20%.
Steypustyrktaij árn lækkar um 5%.
Loks má nefna að rekstrarvörur
og ýmis hráefni atvinnuveganna
lækka í verði.
-KMU