Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Page 10
10 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. „Mér hefur aldrei þótt skemmtilegt að versla“ - segir Guðlaugur Pálsson sem hélt upp á sjötíu ára verslunarrekstur sinn í gær Guðlaugur Pálsson kaupmaður hefur staðið í verslun sinni í 70 ár, frá því hann opnaði 4.desember 1917. Áður hafði hann starfað hjá öðrum þannig að árin eru fleiri sem Guðlaugur á að baki í verslunarstarfi. Guðlaugur er 91 árs gamall og lætur sig ekki muna um að reka verslunina sjálfur. Hann hefur opið til þrjú á daginn og opnar aftur að kvöldinu. DV heimsótti Guðlaug í tilefni af verslunarafmæli hans sem hann sagðist ætla að halda upp á með börnum sínum og barnabörnum. Guölaugur var að raða í hillur þegar okkur bar að. Hann virðist ern enda segist hann ekki kenna sér meins. „Ég hef aOtaf verið hraust- ur,“ segir hann. Þegar við báðum um s kýringu á því svaraði hann: „Ég hef tekið inn ufsalýsi frá því ég var hálfs árs gamall, á hverjum degi og nú siö- ast í morgun. Ætli ég geti ekki þakkað því hversu heilsugóður ég er. Ég hef alltaf selt ufsalýsi og fyrst man ég eftir því í tunnum. Þá komu við- skiptavinirnir með ílösku og fengu lýsið sitt á hana. Margt hefur breyst síðan.“ Les mikið Eftir að Guðlaugur lokar búðinni á daginn fer hann upp til sín á efri hæðina og les í bók að minnsta kosti í klukkustund. Hann les einnig á kvöldin eftir að hann lokar. „Ég sé vel með gleraugunum og ég hef alltaf haft gaman af því að lesa góöar bæk- ur,“ segir hann. Fyrir þremur árum missti Guðlaugur konu sína, Ingi- björgu Jónasdóttir, og bann segir að það séu mikil viðbrigði að vera einn í húsinu. Ingibjörg var 81 árs er hún lést og þá höíðu þau verið gift í 56 ár.Sonardóttir hans, sem býr á Eyr- arbakka, kemur til hans og heldur heimilinu hreinu og eldar ofan í gamla manninn. Heillaóskaskeyti frá forsetanum Þegar Guðlaugur varð níræður fékk hann fulla möppu af heillaóska- skeytum sem hann sýndi okkur stoltur. Eitt var frá fprsetanum og annað frá Þorsteini Pálssyni auk margra annarra þekktra nafna. Guð- laugur geymir allt vandlega og hann sótti ofan í skúffu fyrsta bókhaldið. sitt frá árinu 1917. í annarri bók, sem hann sýndi okkur, var heimilisbók- haldið frá því daginn fyrir brúðkaup- ið árið 1927. „Við héldum heimilis- bókhald alveg frá því við keyptum fyrstu matvöruna inn á heimilið og ég geri það enn,“ segir Guölaugur stoltur. Eiginkona hans var af- greiðslustúlka í búðinni hjá honum og hann segist hafa heillast af henni. Við erum ekki hissa á því er hann sýnir okkur myndir af frúnni frá þeim tíma. Þau áttu sex böm en Guðlaugur segist ekki muna hversu barnabörnin og langafabörnin séu orðin mörg. Þó er hann ekki gleym- inn því hann rifjar upp hvern atburðinn af öðrum frá því um alda- mót. Fékk ekki verslunarleyfi Guðlaugur man vel eftir því þegar hann opnaði verslunina fyrir sjötíu áram. Hann þurfti að fara til Selfoss og fá verslunarleyfi hjá sýslumanni en var neitað um það þar sem hann var ekki orðinn 22ja ára. Þó var stutt í að hann næöi þeim aldri og eftir nokkurra mánaöa bið náði hann því loks að verða nógu „gamall" til að fá verslunarleyfi. Hann sýndi okkur bréfið sem hann geymir eins og svo margt annað. Bókhald verslunarinn- ar á hann allt frá því 1917 og segir að ástæðan fyrir því hafi verið sú að honum var alltaf sagt aö hann þyrfti að eiga alla pappíra í tíu ár og það geröi hann og miklu lengur eins og raun ber vitni. Fyrstu tvö árin, sem Guðlaugur verslaði, var hann í öðru húsi stein- snar frá. „Ég leigði aðra verslun á meðan ég var að lagfæra þetta hús- næði,“ segir hann. „Eg var vinnu- maður hjá Sigurði Guðmundssyni póstmeistara og var með verslun sem seldi ritfóng og rúðugler. Hann hætti versluninni og bauð mér að kaupa vörurnar og leigja húsnæðið í tvö ár. Leiguna borgaði ég með því aö fara í póstferðir fjórum sinnum í mánuði til Selfoss og jafnoft að Stokkseyri og tvisvar á hvorn stað á mánuði yfir veturinn. Þessar ferðir fór ég á svokallaðri lystikerru með hesti fyr- ir. Ég þurfti að leggja af stað í þessar ferðir klukkan fjögur á morgnana og stundum fyrr ef færðin var ekki góð.“ Flutti til ömmu sinnar Guðlaugur er fæddur á Blönduósi en stuttu síðar skildu foreldrar hans og hann flutti til ömmu sinnar á Eyrarbakka, þá hálfs árs. Hjá henni ólst hann upp. „Ég man eftir mínum bernskuárum og þá var ekki ríki- dæmið. Amma mín leigði eitt svefn- herbergi, stofu og eldhús og það kostaði 3 krónur á mánuði. Það þótti mikið þegar leigan var hækkuð upp í 3,50 krónur. Ég man eftir því þegar ég var um fermingu þá var skrif- stofustjóri í Vesturbúðinni með 1.700 krónur í árslaun og var hann þá sá hæst launaði. Venjulegur búðarmað- ur hafði 600 krónur á ári. Eftir að Guðlaugur haföi keypt verslun Sigurðar póstmeistara lét hann ekki þar við sitja heldur festi kaup á annarri verslun sem var að hætta. Þessar tvær verslanir samein- aði hann í eina sem enn er starfandi. í þá daga var verslun með miklum blóma á Eyrarbakka, alls ellefu verslanir og ibúarnir um 1200. „Þaö er barnaleikur að versla í dpg miðað við hvernig það var áður,“ segir Guölaugur. „Þegar ég byrjaði var ekkert rafmagn, aöeins einn oliu- lampi sem kallaður var tuttugu línur og það var ekki hægt að fá kol svo ég varð að notast viö mó og brenndi honum svo í ofninum en það hitnaði ekkert af honum. Þegar ég flutti vör- urnar úr því sem kallað var Berg- steinsbúð þá fékk ég sleða, hest og mann til að keyra vörurnar og snjór- inn var svo mikill að ég þurfti að fá mann úr næsta húsi til að hjálpa hestinum yfir skaflana. Hér voru engir bílar þá,“ segir Guðlaugur enn- fremur og við spyijum hann hvort hann hafi síðar eignast bíl. „Nei, ég hef aldrei átt bíl og lærði ekki á bíl. Hins vegar átti ég mótorhjól lengi vel, Harley Davidson." Minnugur á tölur Guðlaugur segist ekki hafa ferðast mikið á þessum tíma. Seinni árin hefur hann brugðið sér nokkrum sinnum út fyrir landsteinana. Ég hef farið í tíu skipti til útlanda. Fór fjór- um sinnum með Heklu gömlu sem var mikið og gott skip. Eg fór með Gullfossi og öðru stór u skipi. Þrisvar sinnum hef ég farið til Spánar með flugvél og svo fór ég í sumar sem leið til London með dóttur minni og Verslunin er ekki ólík því sem hun var í gamlá daga en þá voru reikningsviðskiptin allsráðandi og Guðlaugur tók ull og gærur upp i vörurnar sinar. DV-mynd Kristján Ari Nýjar húsgagnasendingar Opið í öllum tíl M- 16 I deildum f * x t Jis /A a a a a a % je KORT ELWOCAnD Jón Loftsson hf. 'i I— lZII l—: CH —_ IHIlJ HJLl i • zcaUQtWqm uHnuuuHuiti laii,,. Hringbraut 121* Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.