Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Page 46
58 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Israel: Jól í Landinu helga í ísrael búa um fjórar milljónir manna, gyöingar eru rúmar þrjár milljónir, múslímar um sex hundruð og fjörutíu þúsund og kristnir um áttatíu þúsund. Þarna búa einnig um fimrntíu þúsund drúsar . Ísraelsríkið var stofnað árið 1948 og er fjörutíu ára afmælisáriö aö ganga í garð. Fyrsti forseti landsins var Chaim Weizmann en fyrsti for- sætisráðherrann Ben Gurion. Saga landsins hefst fyrir fjögur þúsund árum er Abraham var falið að leiða þjóð sína til fyrirheitna landsins. í þessu landi mætast gamli og nýi tíminn í dag á einstakan hátt. Þarna mætast menn af ólíkum uppruna. Og þarna er „vagga“ helstu trúar- bragða heimsins. Fyrir feröamann er ákaflega athyglivert aö skoða sam- býli einstaklinga af ólíkum uppruna sem játa ólík trúarbrögö og byggja saman landið. Hver hópur heldur sínum sérkennum og siðum. Á föstu- dögum er hvíldardagur múslíma og þeir loka sínum fyrirtækjum. Á laug- ardögum er sabbat, hvíldardagur gyðinga, og þeir loka sínum verslun- um. A sunnudögum hvíla kristnir menn lúin bein og ganga til guðs- þjónustu í sínum kirkjum. Þetta er sýnishorn af daglegum lifnaðarhátt- um. Víst þætti okkur þetta einkenni- legt fyrirbæri í Reykjavík. Jerúsalem Jerúsalem er talin ein fallegasta borg heims. Það er sagt að við úthlut- un á fegurðarskammti við sköpun heimsins hafi svæöið, þar sem nú er Jerúsalem, fengið níu skammta af tíu mögulegum. Margur hefur því spurt sig í hveiju þessi fegurð liggi en því er vandsvarað. Þeir sem koma til borgarinnar í dag verða fyrir tilfmn- ingaáhrifum og það er umhverfið, sagan, trúarhitinn og margt fleira sem engan lætur ósnortinn. Við hvert fótmál upplifir ferðamaðurinn andblæ sögunnar um leiö og við hon- um blasir nútímaþjóðfélag. Grafarkirkjan, Klettamoskan, Grátmúrinn, Via Dolorosa, Davíðs- borg, Getsemanegarðurinn og Golgata eru nöfn sem viö þekkjum. Það hrærir hug og hjarta að standa á þessum stööum. íslensk messa Fyrir íslendinga á ferð um þessar söguslóðir nú um jólin verður það sjálfsagt mikil upplifun ásamt öllu öðru að hlýða á íslenska messu á jóladag. Séra Tómas Guðmundsson, prestur í Hveragerði, mun predika í einu lútersku kirkjunni í Jerúsalem og þar mun íslenski kórinn einnig syngja. Á jóladag mun kórinn einnig syngja í Þjóðleikhúsinu ásamt öllum hinum kórunum sem boðið er um hátíðarnar til ísrael. Á annan dag jóla er píslarganga farin um Via Dolorosa. Það éru hinar ýmsu kirkjudeildir heims er gæta helgra staða í Jerúsalem sem standa fyrir píslargöngunni og fyrir henni Við Grafarkirkjuna i Jerúsalem. Ungir og reifir íbúar Jerúsalem á leið frá útimarkaðnum i elsta hlutanum. Loksins tímarit fyrir okkur KARLMENN Meðal efnis: Albert Guðmundsson: „Ég er stríðsmaður í mér“ • Finnur Ingólfsson, „arftaki Steingríms?“ Olafur Laufdal: „Ég er bestur!“ • Hvað raunverulega skeði í aldingarðinum! Að vera flottur um fimmtugt • „Ekkert mál fyrir Jón Pál“ Viltu læra að fljúga? • Karlmenn og snyrting • Hárlos og skalli - er lausnin fundin? Bridge, golf, sport o.fl. Náðu þér í blað f tíma á næsta útsölustað. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.