Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Qupperneq 48
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. a«0 °g tignarleg Edinborgarkastali og blómaklukkan Þekktasti garöurinn er eflaust garöurinn á milli Edinborgarkast- ala og Princess Street. í þeim garöi er mikið blómskrúö og heimsfræg er blómaklukkan í einu horni garðsins sem hefur gengið sleitu- laust í eitt hundraö ár. Skoðunarferðir um borgina eru margar daglega og er hægt aö velja um klukkutímaferð og aðrar sem taka allt aö fjórar klukkustundir. Upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn er við Princess Street (Prins- essugötu). Það er ágæt regla að gefa sér tíma í upphafi dvalar í stór- borgum til að fara í skoðunarferð (ökuferð) til að átta sig á staðhátt- um hverrar borgar. En annars er ráðlegt áð fara fótgangandi um þessa borg (eftir hina skipulögðu skoöunarferð), sérstaklega gamla borgarhlutann.Edinborgarkastali. er þekktasti staðurinn í borginni, þangað koma milljónir árlega. Það verður að ætla sér minnst einn og hálfan klukkutíma til að skoða kastalann. Minnisvarðinn um Sir Walter Scott við Prinsessugötu er góður útsýnisstaður yfir borgina og það sama má að sjálfsögöu segja um kastalann sem gnæfir yfir borg- ina. Holyrood vistarverur frægra Holyroodhöllin og garðurinn í kringum hana eru þess virði að berja augum. í þessari höll býr Bretadrottning þegar hún er á ferð á svæöinu. Þarna er klaustur sem mörgum þykir forvitnilegt að skoða. Á ferð um Skotland er vart hægt að komast hjá því að heyra eða sjá eitthvað um tvær persónur úr sögunni, það eru þau María Stu- art (Blóð-María, 1542-1587), Mary Queen of Scots á þeirra tungu, og Bonnie Prince Charles. Þau koma Horft úr kastalanum til austurs yfir Edinborg. DV-myndir ÞG Við lögðum leið okkartil Glasgow nýlega í ferðamála- þættinum. Þar var bent á ýmislegt skoðunarvert í borginni og jafnframt var þess getið að margt athygli- svert væri í nágrenninu. Þar sem mikill fjöldi íslendinga heldurtil Glasgowáári hverju viljum við aðeins halda áfram með umfjöllun okkar um „nágrenni" borgarinn- ar. Afnóguerað taka. Fyrstskal telja höfuðborg Skotlands, Edinborg. Það er einfaldur ferðamáti að fara á aðaljárnbrautarstöðina í Glasgow og kaupa lestarmiða til Edinborgarsem er í rúmlega eitt hundrað og þrjátíu kílómetra fjarlægð. Ef ferðalangar leigja sér bíla er leiðin á milli greiðfarin og vel merkt og er aðeins rúmlega klukkustundar akst- ureftir M8 hraðbrautinni. Hluti af Edinborgarkastala Það má reyndar benda áhuga- sömum feröalöngum á skrifstofu ferðamálaráðs Glasgowborgar við St. Vincent Place. Þar er mikið framboð af gagnlegum bæklingum og kortum sem nauðsynlegt er að hafa með í skoðunarferðum. Ferða- menn geta víða leitað upplýsinga í Skotlandi því þar eru eitt hundrað og fimmtiu upplýsingastaðir fyrir feröamenn viðs vegar í bæjum og borgum. , í Edinborg búa tæplega fimm hundruð þúsund manns og skiptist borgin í tvo borgarhluta, þann gamla og þann nýja. Borgarstæðið er mjög fallegt, borgin er dreifð á milli skógi vaxinna hæða og marg- ir fagrir, grænir reitir og garðar prýöahana. Edinborg falleg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.