Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Síða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Síða 68
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Stórbrani í Neskaupstað: Tugmilljóna- tjón í Mána Fisverkunin Máni í Neskaupstað ;tórskemmdist af eldi og reyk í gær. Uldurinn kom upp í rafmagnstöflu við frystiklefa. Mikill eldur varð í húsinu á skammri stund. Um fimmt- án manns voru að störfum í húsinu og sluppu allir út ómeiddir bakdyra- megin. Einn starfsmannanna var Friðrik Sigmarsson, matsmaður frá Seyðis- firði. Hann sagði að menn hefðu orðið varir viö reyk frá rafmagnstöfl- unni og um þremur mínútum síðar kom sprenging. Henni fylgdi mikill ^eldur. Hann sagði að eldurinn hefði komist í einangrun og eftir það breiddist hann fljótt út um allt hús. Friðrik sagðist halda að tjónið væri upp á tugi milljóna króna, á húsi, tækjum og afurðum. í húsinu var mikið af frosnum fiski, saltfiski og síld. Eldur komst ekki að frosna fisk- inum en reykur komst í frystiklef- ann. Telja má víst að freðfiskurinn sé ónýtur. Húsiö er stórt og skemmd- ist það mikið. Það var klukkan 16.35 sem eldur- inn kom upp. Slökkvilið kom fljót- lega á vettvang og gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Veður var gott á meðan slökkvistarf fór fram. -sme „Hann hótaði að drepa okkur „Við tökrnn þetta meira en alvar- lega. Við erum logandi hrædd. Hann rjt - hótaði að drepa okkur hvert á eftir öðru. Fortíð mannsins er sú að við getum ekki annað en tekið hann al- varlega," sagði hótelstjóri á ákveðnu hóteli í Reykjavík. Um klukkan nífján í gærkvöld kom maður á hótelið og sagðist ætla aö drepa starfsfólkið ef honum yrði ekki skilað verðmætiun sem hann taldi sig eiga í geymslu hótelsins. Fyrir nokkrum vikum gisti maður- inn á hótelinu. Starfsfólk hótelsins kærði manninn fyrir neyslu fikni- efna og var hann handtekinn á hótelinu. Lögreglan tók allar eigur mannins í sínar vörslur. „Hefðum við vitað á sínum tíma hver maðurinn er hefðum við aldrei kært hann, allavega ekki á þann hátt sem við gerðum. Við hefðum séð til þess að hann hefði verið tekinn ann- ars staðar en á hótelinu," sagði hótelstjórinn. -sme Ríkisstjómin hefur faiiiö frá áfonnmn sínum imi aö söluskattuji' á næsta ári verði 22%. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra tiikymnti á blaðamannafundi í gær að sölu- skattur yrði áfram 25% og myndi leggjast jafnt á allar neysluvörur, þar á meðal matvæli. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði á fundinum að þessi 3% hækkun söluskatts væri fyrst og fremst til að aila tekna til að tryggja aö skattkerfisbreytingin færi í gegn án þess að þýðingar- mestu matvæli hækkuðu. Ríkísstjórnin lýsti því yfir aö mikilvægustu neysluvörar heimil- anna væru kindakjöt, mjólk, smjör og skyr. Þær myndu ekki hækka í verði þar sem niðurgreiðslur yrðu auknar um 1.250 núfijónir króna tii aö mæta 25% söluskatti. Fiskur fær hins vegar á sigfuUan söluskatt og hækkar um 25%. Kjarntööurskattur verður lækk- aður til að svina- og alifugiakjöt hækki ekki um meira en 5-6%. ' Til tekjitjöfnunar hyggst ríkis- stjórain einnig verja 600 miiljónum króna til hækkunar á baraabótum og bótum lifeyristrygginga. Tollar á innfluttum matvælum eru feUdir niður með einni undan- tekningu, sem er grænmeti. Það fær á sig 30% toll. „í þessu er vemd fyrir innlenda framleiðslu áfram,“ sagði Stein- grimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, um þennah lið. -KMU Þrír valdamestu menn landsins, Steingrímur Hermannsson, Þorsteinn Pálsson og Jón Baidvin Hannibalsson, lýstu því yfir eftir rikis- stjórnarfund í hádeginu í gær að þeir hefðu náð samkomulagi um mjög veigamiklar breytingar á tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs; söluskatti, tollum og vörugjöldum. Jón Baldvin lýsti því yfir að samkomulagið væri tímamótaviðburður. DV-mynd GVA LITLA GLASGOW LAUGAVEGI 91 SÍMI20320. LEIKFÖNG Cítyðl LOKI Er þá Jón Baldvin líka geng- inn í Stéttarsamband bænda? Veðrið á sunnudag og mánudag: Suðlæg átt á landinu Á sunnudag og mánudag verðm- fremur suðaustlæg átt um allt land. Þurrt veður og frost verður norð- austanlands en frostlaust og dáhtil súld eða rigning öðru hveiju sunn- anlands og vestan. Heldur fer hlýnandi á mánudag. Hiti verður yfir frostmarki suðvestanlands en rétt undir frostmarki norðaustan- lands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.