Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1988, Síða 26
26 l Helgarpopp Það er ekki tekið út með eintómri sæld að vera poppari úti í hinum stóra heimi. Mörg stórstjaman verð- ur til að mynda af miklum tekjum vegna framtakssamra náunga sem hafa það að lifibrauði að hljóðrita hljómleika ólöglega. Sumir ganga meira að segja svo langt að stela með einhverjum ráðum upptökum sem hætt hefur verið við að nota á hljóm- plötur. Þetta er að sjálfsögðu kolólegt en er hinn arðvænlegasti atvinnu- vegur. Nema auðvitað ef allt kemst upp. Svört plata Prince hefur orðið illþyrmilega fyr- ir barðinu á ólöglegum framleiðend- um upp á síðkastið. Fyrir siðustu jól átti að koma út með honum plata sem almennt er kölluð Svarta albúmið. Útgefandanum þóttu textar á plöt- unni full blautlegir og því var hætt við útgáfuna. Þessa plötu er hins vegar hægt að fá keypta á götunni víða um lönd þótt hvergi sjáist hún í plötuverslunum. Upptökunum var einfaldlega hnuplað dagsstund, þær afritaðar og nú selst platan afbragðs- vel á neðanjarðarmarkaðinum. Prince fær ekki sent með gati í sinn hlut. Til skamms tíma var nær eingöngu hægt að kaupa ólöglegu upptökurnar á vinylplötum. Kassettur ryðja sér hins vegar til rúms núna og sérfræð- ingar telja geisladiska vera á næstu grösum. Þá má fastlega búast við ýmsu sjaldgæfu, ólöglegu á DAT spólum þegar sú tækni breiðist út. Geisladiskar eru reyndar þegar fam- ir að fást í Bandaríkjunum. Þeir koma aðallega frá Japan og ítalíu. Þar teljast diskarnir löglegir vegna frjálslegra höfundarréttarlaga. Listamennirnir Tónlistarmennirnir hafa brugðist misjafnlega við þessari svörtu iðju. Bruce Springsteen og liösmenn U2 lögðu samtökum bandarískra útgef- enda til að mynda lið við málarekstur á hendur ólöglegum framleiðanda í Kentúcky. Sá var nappaður í júlí síð- astliðnum og reyndist vera með um 500 hljómleikaupptökur í geymslu hjá sér. Reyndar náðist-ekki að dæma Þótt Svarta albúmið hans Prince seljist dável fær hann ekki túskilding í sinn hlut. Platan hefur aldrei komið opin- 'berlega út. kauða vegna formgalla á kærunni. Liðsmenn hljómsveitarinnar Grateful Dead hafa brugðist ólíkt flestum öðrum við óvelkomnum upp- tökumönnum. Þeir láta ekki henda þeim út ef til þeirra sést heldur er þeim ætlaður sérstakur staður í hljómleikasölum þar sem þeir geta verið óáreittir við iðju sína. Talsmað- ur hljómsveitarinnar segir ógjörning að koma í veg fyrir ólöglegar upptök- ur og því sé eins gott að ganga bara í lið með andstæðingnum. Til að gefa lesendum hugmynd um hversu umfangsmikill hinn ólöglegi hljómplötuiðnaður er fylgir hér með listi sem Hot Wacks „biblía ólöglegu framleiðendanna“ tók saman um þá listamenn og hljómsveitir sem helst hafa orðið fyrir barðinu á neðanjarð- arstarfsemi bootleggaranna svo- nefndu. Tölur í svigum segja til um fjölda útgefinna titla. Helgarpopp Ásgeir Tómasson 1. The Rolling Stones.....(440) 2. TheBeatles.............(352) 3. LedZeppelin............(258) 4. BobDylan............. (226) 5. Bruce Springsteen......(211) 6. DavidBowie.............(135) 7: Frank Zappa............(123) 8. ElvisPresley...........(115) 9. PinkFloyd..............(105) 10. GratefulDead............(83) 11. JimiHendrix.............(80) 12. TheWho,.................(77) 13. Genesis.................(72) 14. DeepPurple..............(68) 15. PaulMcCartney...........(59) 16. Queen................. (53) 17. U2......,................(48) 18. NeilYoung...............(46) 19. JohnLennon..............(45) 20. TheDoors................(44) 21. The JoyDivision.........(43) 22. Marillion...............(42) 23. Kiss....................(41) 24. AC/DC...................(37) 24. ElvisCostello...........(37) Ný Bítlavinafélagsplata á næstu grösum - Jónas R Jónsson og Stefán Eggertsson í gestahlutverkum Bítlavinafélagið gerir viðreist um þessar mundir og kynnir nýju plötuna. Hljómsveitin verður í Glæsibæ um næstu helgi. Senn líður að því að platan „12 ís- lensk Bítlalög" með Bítlavinafélag- inu komi út. Útgáfudagur er áætlað- ur 20. október. Eins og nafn plötunnar gefur til kynna eru á henni tólf lög. Öll eru þau íslensk og komu út á sjöunda áratugnum. Þau eru: Gvendur á Eyr- inni, Glugginn, Vetrarnótt, Miðsum- amótt, Léttur í lundu, Dimmar rósir, Það er svo undarlegt, Ertu með, Leyndarmál, Skuldir, Ég er frjáls og Kling klang. Bítlavinafélagið skipa þeir Eyjólfur Kristjánsson, Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson, Haraldur Þorsteinsson og Rafn Jónsson. Nokkrir blásarar eru þeim til aöstoðar á nýju plöt- unni. Tveir gestasöngvarar koma viö sögu. Jónas R. Jónsson syngur Gluggann eins og með Flowers fyrir tveimur áratugum og Stefán Eggerts- son, háls-, nef- og eyrnalæknir, syng- ur Dimmar rósir. Stefán var einmitt söngvari hljómsveitarinnar Tatara um skeið og átti drjúgan þátt í vin- sældum lagsins er það kom út á hljómplötu. Bítlavinafélagið er þegar byrjað að kynna plötuna væntanlegu. Hljóm- sveitin var í gærkvöldi í Neskaupstað og leikur að öllu forfallalausu á Höfn í Hornafirði í kvöld. Um næstu helgi ætlar hljómsveitin meðal annars að leika fyrir dansi í Glæsibæ! ÁT Hljómsveltin Strax kom nokkrum sinnum fram síðastliðlð sumar, meðal annars ó útihátíð f Atlavik um verslunarmannahelgina. íslenskur tónlistardagur er fram- undan - þann 22. október - og öðru hvorum raegin viö hann sendir hljómsveitin Strax frá sér sína þriðj u plötu. Hún hefur hlotið nafn- ið Eftir pólskiptin. Það eru sex manns sem standa á bak við Straxnafnið um þessar mundir, Jakob Magnússon, Ragn- hildur Gísladóttir og Egill Ólafsson hafa öll komið viö sögu hljómsveit- arinnar áður. í hópinn hafa síöan slegist bassaleikarinn Busta Jones, Alan Murphy gítarleikari Level 42 og Preston Ross Hayraan trommu- leikari. Fleiri tónlistarmenn láta í sér heyra á plötunni Eftir pólskiptin. Þeirra á meðal eru Þórður Árna- son, Karl Sighvatsson, Jóhann Ás- mundsson og Ámi Scheving. Höf- undar efnis eru -Valgeir Guðjóns- son, Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla, Steinunn Þorvaldsdótör, Sjón og Strax. Eitt lag af Eftir pólskiptin hefur hljómað nokkuð í útvarpi undan- fama mánuði, lagið Havana. Strax kom lítilsháttar frara í sumar. Fyrst á Listahátíð í Reykjavík sæll- ar minningar og síðan á útihátíð í Atlavík um verslunarmannahelgl ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.