Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Side 2
2 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. Fréttir Áfangaskýrslu skilað um málefni geðsjúkra afbrotamanna: Ríkisstjórnin fjallar um tillögur að réttargeðdeild - 8-12 manna deild verði stofnuð í tengslum við sjúkrahús Áfangaskýrslu var skilað á firamtudag til heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra um að stofnuð verði réttargeödeild í tengslum við geðdeildir sjúkrahúsa. Ráðherrarnir skipuðu nefndina. í gær var gert ráð fyrir aö tillögumar yrðu á dagskrá ríkisstjórnarfundar. Svo fór þó ekki vegna anna. Ríkisstjómarfundur hefur hins vegar verið boðaður í dag. í áliti hennar kemur fram að kom- ið verði á fót deild fyrir 8-12 menn. Hlutverk hennar á að vera að vista menn sem sæta öryggisgæslu, sinna geðlæknisþjónustu fangelsanna og að vista gæsluvarðhaldsfanga sem gert er að sæta geðheilbrigðisrann- sókn. Einnig er lagt til að fjárlaga- heimild verði veitt til að kaupa eða taka á leigu hús og breyta því fyrir starfsemina. Gert er ráð fyrir að 30 milljónir króna þurfi til reksturs deildarinnar. Auk þess er lagt til að samningar verði teknir upp við stjórnendur sjúkrahúsanna um að koma þjónustunni fyrir. Eins og fram hefur komið á undan- förnum ámm er ekki hægt að vista ýmsa afbrotamenn á svokölluðu „viðeigandi hæli“ eða réttargeödeild. Slíkt er ekki fyrir hendi hér á landi. Gleggsta dæmið kom fram þegar Hæstiréttur vísaði frá kröfu ákæru- valdsins um að vista Steingrím Njálsson í öryggisgæslu að lokinni afplánun refsingar í fangelsi. Það ástand hefur einnig skapast að geð- sjúkir menn séu vistaðir í fangelsum landsins. Oftsinnis hefur þurft aö senda menn til útlanda þar sem aö- staða hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi. Aö sögn landlæknis kostar um 20 þúsund krónur á dag, eða 7 miUjónir á ári, að vista einn mann á slíkri stofnun erlendis. Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heUbrigðisráðherra, er formaður nefndarinnar. í henni eiga einnig sæti þeir Sigurður Jónsson, aðstoð- armaður dómsmálaráðherra, Ólafur Ólafsson landlæknir, Haraldur Jo- hannessen fangelsismálastjóri og Þorsteinn A. Jónsson. Einn nefndarmanna, Hannes Pét- ursson geðlæknir, sagði sig úr nefnd- inni. Hann gaf ekki formlega skýr- ingu á úrsögn sinni við nefndar- menn. -ÓTT Jólasveinar fara nú um borg og bæ til þess að hitta börnin. Það er vissara að hafa skóinn á réttum stað i gluggan- um. En ef maður er litill og i kerru er ekki víst að allt þetta umstang komist til skila. DV-mynd Hanna Júlíus Hafstein borgarfúlltrúi: Það er ekkert búið að selja þetta hús . - séekkertathugavertviðaökannamarkaöinn „Ég á ekki nema hluta hússins, upp undir 20 prósent af allri byggingunni Lágmúla 6-8. Og ég hef ekki enn ákveöið að selja minn hluta. Ég er bara að kanna hvernig markaðurinn er. Það kemur Uka til greina að leigja húsnæöiö. Ennfremur er verið að kanna meö frekari fyrirgreiðslu til að ljúka við bygginguna,“ sagði Júl- íus Hafstein, kaupmaður og borgar- fuUtrúi, sem hefur sett verslunar- húsnæöi sitt við Lágmúla í Reykjavík á söluskrá. Fyrir rúmu ári, þegar bygging hússins hófst, urðu mjög harðar deil- ur um þetta hús, lóðaúthlutunina undir það og afgreiðslu byggingar- leyfis. Þá var Júlíus ásakaður um að notfæra sér aðstöðu sína sem borgar- fulltrúi. Þá var sagt að hann ætlaði sér ekkert með lóðina og húsið nema braska með það. Hann og Ólafur H. Jónsson áttu húsið saman. Nú hefur -Ólafur selt sinn hlut og Júlíus sett sinn hlut á söluskrá. í fyrra neitaði Júlíus þessum ásök- unum. Hann sagði þá í fjölmiðlum að hann ætlaði ekki að selja bygging- una. „Hún er ekki til sölu,“ sagði Júlíus í samtah við DV. - í fyrra sagðistu ekki ætla að selja húsið, hvaö hefur breyst? „Það var líka alveg rétt. Það stóð ekkert til að selja húsið í fyrra. Þaö er nú liðið rúmt ár síðan þetta var sagt og margt hefur breyst á þeim tíma. Eg sé í rauninni heldur ekkert athugavert við það þótt ég kanni verð og sölumöguleika á húsnæðinu," sagði Júlíus. - Þú varst ásakaöur í fyrra um að hafa notfært þér aðstöðu þína sem borgarfulltrúi. Þú ætlaðir þér aldrei neitt annað en að braska með húsið. Er það ekki að koma í ljós að svo var? „Þetta var og er allt saman rangt. í fyrsta lagi var ég ekki borgarfull- trúi þegar ég sótti um og fékk lóðina fyrir rúmlega fimm og hálfu ári. Þá voru engar athugasemdir gerðar við þá úthlutun. Þetta upphlaup í fyrra var bara til þess að koma á mig póh- tísku höggi. En ég vona að ég hafi nógu breytt bak til að hrista það af mér. Og ég vil endurtaka það sem ég sagöi áðan. Það er ekki búið að selja húsiö og alls óvíst að það verði gert,“ sagði Júlíus Hafstein. -S.dór Tveir slösuðust á Keff lavíkurf lugvelli Tveir íslenskir piltar, 17 og 18 ára, slösuðust þegar bifreið, sem þeir óku, valt við Flugvallarbraut á Keflavík- urflugvehi um hádegisbihð í gær. Sá yngri ók bílnum, Fiat Uno, sem valt þegar hann skah á uppsteyptu ræsi. Við höggið kastaðist sá sem sat í farþegasætinu út úr bifreiðinni. Hann hlaut meiðsh á öxl og brjósti og var fluttur á Landakotsspítala th rannsóknar þar sem tahð var að hann hefði hlotið innvortis meiðsli. Ökumaðurinn kvartaði undan eymslum í baki. Hann slasaðist einn- ig á fæti. Bíllinn fór nánast í tvennt við óhappið og er gjörónýtur. -ÓTT Steingrímur Njálsson sækir um reynslulausn - samkvæmt dómi á afplánun aö ljúka 11. febrúar Steingrímur Njálsson, sem var í nóvember dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir kynferðis- afbrot gagnvart ungum dreng, hefur sótt um reynslulausn úr fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem hann er í af- plánun. Fullnustumatsnefnd, sem fjallar um slíkar umsóknir, tekur málið fyrir á mánudag. Maöurinn var handtekinn í febrú- armánuði og úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hann hlaut síðan 18 mán- aða fangelsisdóm í Sakadómi Reykja- víkur og var gert að sæta öryggis- gæslu að lokinni refsingu. Steingrím- ur áfrýjaöi dóminum til Hæstaréttar. Þar var dómur undirréttar mildaöur og hann dæmdur til að sæta 12 mán- aða fangelsisvist. Kröfu ríkissak- sóknara um öryggisgæslu var hafnað á þeim forsendum að ákæruvaldið hafi ekki gert grein fyrir á hvaða hátt slíkri gæslu yrði háttað. Aðstaða fyrir slíka gæslu er ekki fyrir hendi hér á landi. Eftir því sem DV kemst næst eru litlar líkur á aö umsókn mannsins hljóti náð fyrir augum fuhnustu- matsnefndar enda er sakarferih mannsins með þeim hætti. Stein- grímur hefur nú verið dæmdur fyrir kynferðisafbrot gagnvart 15 ungum drengjum. Afplánunartími hans í fangelsinu rennur út þann 11. febrú- ar næstkomandi. Hann verður þá frjálsmaðuráný. -ÓTT Hæstaréttardómur í gær vegna iðgjalda af gámum: Tryggingafélag greiði þrotabúi Hafskips 2,1 milljón með vöxtum Hæstiréttur hefur dæmt í tveimur málum sem Reykvísk endurtrygging og þrotabú Hafskips ákváðu að láta reyna á fyrir dómstólum vegna viö- skipta sinna og gjaldþrots Hafskips. Málin snerust um sjáífsábyrgð vegna skipa Hafskips annars vegar og end- urgreiðslu tryggingafélagsins á ið- gjöldum af gámum Hafskips hins vegar. Hæstaréttur dæmdi Reykvíska endurtryggingu í gær til að greiða þrotabúi Hafskips rúmar tvær millj- ónir króna meö vöxtum frá árinu 1986 vegna endurgreiðslu á trygg- ingaiögjöldum. Tryggingafélagið áfrýjaði héraösdóminum. Hæstirétt- ur dæmdi það til að greiða 500 þús- und krónur í málskostnað í héraöi og fyrir Hæstarétti. Dóminn kváðu upp hæstaréttardómaramir Guð- mundur Jónsson, Guðrún Erlends- dóttir, Haraldur Henryssson og Hrafn Bragason. Hjörtur Torfason skilaöi sératkvæði. í vor dæmdi Hæstiréttur hins vegar í máli sem snerist um kröfu Hafskips um aö sjálfsábyrgð tryggingafélags- ins yrði 50 þúsund dollarar vegna skipa félagsins. Krafa tryggingafé- lagsins var að ábyrgðin næmi aðeins 25 þúsund dollurum. Niðurstaða Hæstiréttar var að síðarnefnda upp- hæðin skyldi standa. -ÓTT Fjárlögin hækkuðu um tæpar 900 milljónir Fjárlögin voru til 2. umræöu í sam- einuðu þingi í gær og afgreitt th hinn- ar þriðju. I meðfórum Alþingis hafa fjárlögin hækkað um rétt tæpar 900 mhljónir króna og geta hækkaö enn við 3. umræðu þeirra. Hvergi var um mjög stórar upphæðir að ræða þar sem útgjöld voru aukin en fjöldi þeirra skóla, menningarstofnana og annarra aðila, sem fengu hækkuð framlög frá því sem gert var ráð fyr- ir í fjárlagafrumvarpinu þegar það var lagt fram, er ótrúlega mikhl. Því sannaðist hér gamla máltækið „safn- ast þegar saman kemur". „Það er nú venja að margir hðir sem fjárveitinganefnd hefur th um- fjöllunar í fjárlagafrumvarpinu hækki við 2. umræöu. Hins vegar verður svo tekin lota á því næstu daga hvemig endanlegt útlit frum- varpsins verður,“ sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson fjármálaráðherra að lokinni 2. umræðu um fjárlagafrum- varpið í gær. Hann sagðist vonast til að ekki yrði um mikla hækkun á frumvarpinu að ræða við 3. umræðu þess í næstu viku. Stefnt er að því aö afgreiða fjár- lagafrumvarpið fyrir jól. Hann sagði að það færi þó aldrei hjá því að ein- hveijir liöir hækkuðu. - Hvemig á aö mæta þessari út- gjaldahækkun? „Ég ætla nú ekki aö greina frá því á þessu stigi. Það er verið að endur- skoða tekjuáætlunina í ljósi þessara hækkanaeinsogvenjaer". -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.