Þjóðviljinn - 24.12.1968, Qupperneq 39
hefur auðvitað tekið það eftir
Lárusi Hansen. Að þessari fyrstu
gjörð Heimskringlu komu íslend-
ingar ekki neitt, og þegar hún var,
eins og önnur íslenzk fornfræði,
komin í Kaupmannahafnarhá-
skóla og Arngrímur lærði kominn
til sögunnar, þá vissi hann ekki
til þess, að Snorri Sturluson hefði
samið neina konungabók. Það
hefur enginn maður á íslandi
nokkurn tíma getað borið vitni
um að Snorri hafi samið
bókina, það mundi því flestum
þykja að málið væri rannsóknar-
efni og frekast fyrir íslendinga,
er svo vel margt vita um forn-
bókagjörð. Það hefur ekki orðið,
nema þeim Konráð Maurer og
Guðbrandi Vigfússyni þótti það
ekki einsýnt mál, að bókin væri
eftir Snorra, en þá og fleiri fræga
og góða menn þykir lítið að
marka í fræðum nú á tímum.
Hér er ekki rúm til að gera
grein á útgáfum Heimskringlu,
en rétt er að geta þess, að svoköll-
uð Fornritaútgáfa gaf bókina út,
að forsjá íslenzks vísindamanns,
vel að merkja nútíðarvísinda-
manns. Er þar fræðimola um bók-
ina að finna, sem og víða annars-
staðar.
En þótt hér sé mikið mál á
Snorri
ferð, þá er það byggt á svo mikl-
um misskilningi, að það kemur að
engum notum um gjörð bókar-
innar; þar er ekki minnzt á svo
mikið sem líkur fyrir því að
Snorri hafi samið bókina, þar skal
trúin ein gilda. „Það þykir full-
víst að Snorri hafi samið bók-
ina" segir þar. Það er látið nægja
en sagt þó í vísindamannsins hóg-
værð „að fyrir því liggi ekki svo
augljós rök" en þau rök eru
hvorki sýnd né rýnd. Þar segir
þó að eitt liandritið byrji þann-
ig: „Hér hefur upp konunga sög-
ur eftir sögu Ara prests hins
fróða". „En á þeim orðum verður
ekkert mark tekið" segir þessi út-
gefandi, og gildir nú gamla skrift-
in ekki mikið.
Mundi margur hafa talið, að
fram hjá þessum vitnisburði um
bókina yrði eigi með öllu gengið,
ef vísindunum ætti að þjóna, en
þá er það að gömul speki gildir að
ekki bregður mær vana sínum.
★
En nú er að snúa sér að því
litla, sem hægt er að segja f stuttri
blaðagrein. Bókin byrjar á for-
mála og formálinn byrjar þannig:
— „Á bók þessi lét ek rita fornar
frásagnir um höfðingja þá, er ríki
hafa haft á Norðurlöndum ok
danska tungu hafa mælt." — Það
þarf ekki mikla fornmennta
þekkingu til að greina það, að
þetta er alls ekki skrifað á 13. öld,
heldur með því fyrsta sem ritað
er á íslandi, og sanna það orðin
„bók þessi" í stað þessari og
höfðingjar í stað konunga. Þótt
þetta sé merkilegt, sker þó annað
enn frekar í augu í formálanum.
„Lét ek rita", segir þar, en stuttu
síðar: „En þótt vér vitum eigt
sannandi", „þá vimm vér dæmi
til". Hér er allt í einu eintölu for-
nafnið ek orðið að fleirtölu for-
nafni vér. „Tökum vér það allt
fyrir satt, er í þeim kvæðum
finnst um ferðir þeirra og orust-
ur'\ Og síðan um Ara fróða. „Ok
þykkir mér hans saga öll merki-
legust". Og formálanum lýkur
með þessum orðum. „En kvæðin
þykkja mér sízt úr stað færð", og
tekur hér til hins upphaflega mál-
fars í formálanum. Hér er það
Ijóst mál að tveir aðilar hafa um
formálann fjallað með nokkru
millibili á tíma, því ósamkvæmni
í texta verður óvíða vart í forn-
bókum íslendinga, þótt þess gæti
í Heimskringlu. Eftir þessu hafa
fræðimenn tekið, þó ekki útgef-
andi fornritaútgáfunnar, en þeir
hafa bara starað á það, og mér
ferst víst ekki að gera annað frek-
ar um stutta smnd.
Sjálf bókin byrjar svo á viss-
Benedikt Gíslason.
um flokki konunga, er kallast
Ynglingar og var Óðinn þeirra
fyrstur eða Ingvi, sem hann kaU-
ast hér. Er þetta eingöngu ættar-
saga í karllegg, og eingöngu smá-
konungar sem taldir em og fáir
einir af slíkum á þessum tíma.
Þetta er sannkallað konungatal og
búa flestir í Svíþjóð, og nær til
Hálfdánar svarta, föður Haraldar
hárfagra og er Hálfdán svarti 17.
ættliður frá Ingva. Nú segir frá
því í formálanum, að Ari fróði
hafi samið konungatal og sjálfur
segist Ari hafa samið konunga-
ævi í formálanum fyrir íslend-
ingabók, og segir, að það rit hafi
fylgt hinni fyrri fslendingabók,
og þar með hafi fylgt á ættartala.
Þessari ættartölu eykur Ari við
íslendingabók, sem við höfum nú,
og em þar taldir konungarnir,
sem saga gengur af í Ynglingasögu
Heimskringlu. Það er skrítið ef
mönnum þarf að blandast hugur
um það, eftir þessar upplýsingar,
að Ynglingasaga er konungaævi
Ara fróða. Ynglingasaga endar á
Ólafi Geirstaðaálfi, er var bróðir
Hálfdánar svarta, fyrir utan Iítils-
háttar grein á Rögnvaldi heiðum-
hára. Þessa ættartölu kallar Ari
Iangfeðgatal í bókarauka fslend-
ingabókar, og er hans eigin ættar-
tala allt frá Óðni, en þar sleppir
Ari konungaævunum er Ólafur
er, Geirstaðaálfur, því hann er
forfaðir Ara, en ekki Hálfdán
svarti og síðastur konungur á
Norðurlöndum af forfeðrum Ara,
í formálanum segir beinum
orðum, að þessi, sem lét rita bók-
ina, hefur konungatal Ara með
höndum. Það sem enn er athug-
Framhald á bls. 81.
JÓLABLAÐ - 39