Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Side 3
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
5
Pessir hlutu kosningu:
Stefán Stefánsson, Varðgjá,
Davíð Jónsson, Kroppi, og
Kristján Eldjárn, Hellu.
2. Framkvæmdarstjóri skýrði frá starfsemi félagsins síð-
astliðið ár; gat hann þess, að félagið hefði haft með
höndum túnbótatilraunir, er gengju í þá átt að koma
áburðinum niður í jarðveginn, í stað þess að bera
hann aðeins á yfirborðið. Sömuleiðis hafa verið gjörð-
ar samanburðartilraunir á grasfræsáningu og flagsléttu.
Jarðepla- og trjáræktartilraunir hefir félagið haft með
höndum líkt og að undanförnu.
Framkvæmdarstjóri gat þess einnig, að vörupant-
anir frá Ræktunarfélaginu færu stöðugt vaxandi, sem
stafaði mikið af auknum skilningi bænda á notkunar-
gildi véla og verkfæra.
Síðastliðið ár hafa verið 10 nemendur á námskeiði
í Tilraunastöð Ræktunarfélagsins. Taldi framkvæmdar-
stjóri, að nemendur Tilraunastöðvarinnar hefðu tals-
vert unnið að útbreiðslu trjá- og garðræktar heima í
sveitunum.
Mæling jarðabóta og leiðbeiningar hefir Ræktunar-
félagið látið framkvæma eins og að undanförnu. Gat
framkvæmdarstjóri þess, að Ijósastan árangur af því
starfi væri að finna í Suður-Ringeyjarsýslu, sérstak-
lega í vatnsveitufyrirtækjum, sem þegar hefði sýnt
góðan árangur.
Umferðaplægingar hefir félagið stutt í Húnavatns-
sýslu, hafa á þessu ári verið tamdir þar 42 hestar
fyrir plóg. Að meðaltali hefir verið plægt þar á dag
478 fm.2 og herfað meó bíldherfi 370 fm.2 Til starf-
semi félagsins má einnig telja: Ársritið, styrk til
bændanámskeiðs á Blönduósi og Hólum, frægjafir til
búnaðarfélaganna, verðlaun fyrir búnað o. fl.
Umræður urðu nokkrar um þennan lið.