Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Side 52
58
Ársrit Ræklunarfélags Norðurlands.
sem reynt er að rækta, geti yngt sig upp sjálfar á kyns-
legan hátt eða ekki.
Innlendu tegundirnar, reyniviður og birki, bera hér
sem kunnugt er sæmilega þroskuð fræ í betri árum.
Þar var því enginn vafi. Öðru máli er að gegna með
útlendu trjátegundirnar. Um þær varð ekkert sagt í þessu
efni. Eg fagnaði því þess vegna sem merkilegum gleði-
tíðindum, er eg sá í fyrsta skifti blóm á lerkatrénu 4.
júní 1912. Voru þá tré þessi 9 ára að aldri. Fræköngl-
arnir þroskuðust allvel um sumarið og fræinu var sáð
næsta vor. Fáeinar smáplöntur komu upp, en dóu um
veturinn. Sumarið 1914 blómstraði lerkatréð aftur og
talsvert meir en í fyrra skiftið, en ekki hefi eg vissu
fyrir, hvort það fræ hefir verið frjótt. En hvað sem því
líður, er það nú víst, að lerkinn blómgast hér og mun
bera þroskuð fræ í betri sumrum.
í sumar blómgaðist grenið í fyrsta skifti, 10 og 11
ára að aldri. Könglarnir voru auðvitað í smærra lagi,
rúmir 6 cm. að lengd og 3 cm. að þykt, en nokkur fræ
um miðju sumra könglanna virtust hafa fullkomin þroska-
einkenni, þótt ekki verði úr því skorið fyr en næsta
sumar, hvort frjó eru eða ekki.
Baunatréð blómstraði 8 ára gamalt, en fullkomin
þroskaeinkenni hafa fræin ekki haft fyr en í sumar. Fur-
an hefir ekki blómstrað enn, enda ekki talin frjó fyr en
miklu síðar.
Annars er vert að veita því eftirtekt og vekja á því
athygli, hve trén virðast kynþroskast snemma hér á landi.
Þannig hefi eg veitt því eftirtekt, að
Birki ber hér fræ 9 ára. Erlendis talið 10—15 ára.
Reyni - - - 8-9 - - - 10 -
Lerki - - - 9 - - - 15-20 —
Greni — - - 10-11 - - — 10-16 -
Ef til vill á svo bráður kynþroski sér víðar stað í út-
jöðrum skógbeltanna og bendi til takmarkaðs aldurs og
þroskastigs, sem trjánum eru þar ásköpuð. En hvað sem