Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Síða 59
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
65
Eg hefi dregið hér saman skýrslu frá nokkrum veður-
athuganastöðum á þessu svæði. Sýni eg jafnframt, þar
sem eg átti þess kost, hæð stöðvarinnar yfir hafflöt,
norðlæga breidd og mestan og minstan hita, er mældur
hefir verið. Sjá síðu 66.
Vardö 70.22° nl. br. stendur á norðaustasta tanga
Noregs, einskonar Langanesi þess lands. F*að er hinn
nyrzti staður, sem veðurathuganir ná yfir í Noregi, enda
sýnir skýrslan, að þar er veðrátta köldust, meðalsumarhiti
aðeins 6.4°. F*ar er blásið land og auðn ein í kring og
því engin trjágróðursskilyrði, en nokkru vestar kemst birkið
alla leið norður í Berlevoga á 70.5°, og enn vestar meir
að segja norður á nyrstu tanga Noregs við Nord Kap á
71.10°. A þessum útkjálkum norður í íshafi er það þó
að mestu runnar einir. Verður þó í Hammerfest á 70.57“
3.1—3.7 meter hátt með alt að feti í stofnþvermál.
Suður að Vardö gengur Varangerfjörðurinn inn í Finn-
mörkina að austan. Við botn hans er:
Nyborg á 70.10° nl. br. F’ar er veðrátta talsvert hlýrri,
meðal sumarhiti 7.7°. í Varangerfirði hefir birkið líka
náð þeim vexti, að það er sagað niður til húsagerðar.
Par mæta manni einnig norðurtakmörk furuskógarins,
er hann þar fremur smávaxinn, en nær yfir svæði sem
fermílum skiftir. Einstök furutré ná þar þó alt að 12
metra hæð og nálega meters þvermáli. Hæðarmörk birkis
og furu yfir hafflöt eru þar svipuð, hvorttveggja talin ná
180 — 220 metra upp í hlíðarnar. Á þessum slóðum vaxa
líka norðustu grenitrén, er fundist hafa vilt í Noregi;
eru þau einstök eða fáein saman. Er fræið talið hafa
fluzt með Löppum frá Finnlandi. Hæstu trén eru 13 — 15
metrar og 21 cm. að þvermáli í brjósthæð.
Alten stendur á 69.58° nl. br. Er það miklu vestar en
Varanger, enda nokkru hlýrra, meðalsumarhiti 8.65°. F*ar
er birkiskógur talinn í fullri fegurð og krafti, nær 18.8
met. hæð með 1.25 met. stofnummáli. Furuskógur er þar
5