Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Side 61
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
67
einnig allþroskamikill, nær 18.8 met. hæð, 1.56 met.
stofnummál í brjósthæð. Ársvöxtur furunnar er þar að
minsta kosti 10.5 — 15,5 cm., en oft meira, lengstur sproti
mældur 34 cm. Einstöku furur hafa fundist fyrir norðan
Alten, þannig í Porsanger á 70.18° nl. br., mæld ein 13
met. há. Hæðartakmörk furunnar eru hér um 220 met.,
en birkisins 345—376 met.
Bodö stendur á vesturströndinni á 67.170 nl. br., skamt
fyrir norðan heimskautabaug. Par er veðrátta orðin enn
hlýrri, meðalsumarhiti 9.74°. Par er greni- og furuskóg-
ur í góðum þroska, en lengra norður kemst grenið ekki
á vesturströndinni sjálfri, vegna landslagshindrana. Furan
vex hér alt að 376 met., en grenið 317 met. yfir hafflöt.
Stenkær stendur suður í Prándheimi á 64°, eða á
svipaðri breidd og Akureyri. Par er langheitast af þeim
stöðum, sem hér eru tilfærðir, meðalsumarhiti 11.40°,
enda nægileg hlýindi til þess að fura og greniskógar nái
þar sínum fulla vexti og myndugleik, eins og venja er
til í suðlægari héruðum.
Með þessu yfirliti höfum vér þá lauslega fylgt þróun-
arferli trjágróðursins norðan frá nyrstu töngum Noregs
og suður þangað, er hann telur sér fullkomlega borgið
með þau sumarhlýindi, sem þar eru á boðstólum á lág-
lendi. Nú skal líta á nokkrar háfjallastöðvar sunnar í
landinu.
Storlien liggur hátt til fjalla fyrir botni Merakersdalsins
á takmörkum Noregs og Svíþjóðar. Birki og greniskóg-
urinn vefur sig um dalinn upp undir brúnina, sem stöðin
stendur á, en birkið kemst þó hæst í hlíðina nokkru
ofar en bærinn. Undir eins og birkinu sleppir, tekur við
háfjalla gróður, gráar mosaþembur og grjót. Á þessum
stöðvum er sumar svo stutt og snjóþyngsli mikil, að
mér mun lengst verða það minnistætt, þegar eg sá þar
skamt fyrir austan smá grenitoppa standa uppúr hjarn-
skafli 2. júlí 1908. Pá man eg að eg hugsaði heim, og
5*