Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Side 87
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands. Q3
smiður á Akureyri, hefir fundið upp, reyndi eg næstlið-
ið haust parta úr tveimur dögum, alls 10 stundir. F*etta
er að vísu helzt til stuttur tími, til þess að geta gefið
nákvæma skýrslu um árangurinn, en álit mitt er það, að
plógurinn sé, í aðalatriðunum, rétt hugsaður, en þurfi
þó smábreytinga við.
Gallarnir á plógnum virtust mér þessir:
a. Platan vildi bogna í stórum þúfum.
b. Mér gekk illa að festa plóginn í linum mosaþúfum,
hann vildi hlaupa til hliðar.
c. Plógurinn þyngri í drætti en nauðsyn virðist til.
Pessa galla virðist mér hægt að bæta þannig:
a. Spöngin, sem bindur ásinn og plötuna saman að
aftanverðu, sé látin ná útundir hornin á plötunni.
Hún þarf að vera slegin til núlls að framanverðu,
til þess að draga úr núningsfyrirstöðunni, og ef til
vill þarf hún að vera lítið eitt sterkari. Á þennan
hátt er girt fyrir, að platan bogni, verkið verður
betur af hendi leyst og plógurinn léttari í drætti.
b. Til þess að plógurinn grípi hindrunarlaust í þúf-
urnar, þykir mér sennilegt, að á honum þurfi að
vera hnífur, eins og á öðrum plógum og oddur
hans sé látinn ná jafnlangt fram og hyrnan á plöt-
unni eða jafnvel lengra.
c. Sé hægt að láta veltifjalirnar standa nær lóðréttar,
ár. þess að plógurinn veikist, væri það æskilegt og
mundi létta hann í drætti.
Pó plógurinn sé, frá mínu sjónarmiði, ekki gallalaus
í núverandi mynd, er hann þó vel nothæfur. Og takist
að fjarlægja gallana, sem eg tel litlum vafa bundið, verð-
ur hann búmannsþing, sem enginn, er þarf að slétta
mýrajörð, má án vera. í sambandi við þetta vil eg þó
taka það fram, að krapt þýfi mun yfirleitt réttara að
plægja með venjulegum plóg og herfa síðan.
Verk það, sem eg vann á 10 stundum með öðrum
manni og tveimur hestum, mun samsvara því, að 6 — 8