Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Blaðsíða 94
100 Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
um ætti þeim að vera leikur einn að komast í heyfyrn-
ingar. En reitingsjarðirnar eru margar enn á landi voru.
Og einyrkjarnir, sem á þeim búa, og hingað til haía
bjargast mest á seigju sauðkindarinnar og útigangi, hvern-
ig eiga þeir að komast í fullar fóðurbirgðir? Benda mætti
á þrjár aðferðir: 1. Fækka bústofninum þar til hann
svarar til heybirgðanna. Einfalt og vandalaust svar, en
afleiðfngarnar máske óþægilegri. 2. Auka heyfenginn með
bættri ræktun jarðarinnar. Hyggileg aðferð, en heyforða-
aukning er víða ekki fljóttekin á þann hátt. Harðindin
geta skollið yfir áður en varir. 3. Kaupa aðfengin fóður-
efni og hafa til tryggingar búfjáreigninni er enn ein leið-
in. Þetta má samrýma og sameina jarðabótaaðferðinni,
er fljótvirkt ráð og framsóknarbúnaðarstefna, eyðing bú-
stofnsins aftur á móti undanhaldsbúnaðarstefna. Kraft-
fóðurtrygginguna töldum vér fundarmenn framtíðarráðið,
sem hægt væri að hagnýta sér með fullkomnum fjár-
hagslegum hagnaði, svo framarlega sem alt færi að sköp-
um um söluverð íslenzkra búnaðarafurða framvegis. í
fyrsta lagi vegna þess, að líkur eru til þess, að verka-
kaup haldist í afarverði, og að illmögulegt verði að fá
nægilegan vinnukraft til heyframleiðslunnar. Heyfengur-
inn af lélegu slægjulandi verður því afardýr, en hins-
vegar bendir reynsla einstakra bænda og fóðurtilraunir í
þá átt, að skynsamleg notkun kraftfóðurs til drýginda og
fóðurbætis geti vel svarað kostnaði. í öðru lagi vegna
þess, að kraftfóður er minna verðfalli undirorpið við
geymslu, en venja er til um hey, og því hentara til
tryggingarforða en hey eingöngu.
En nú er eftir örðugasti hjallinn. Svona ásetningur
kostar þá fyrirhyggju, árvekni og fjárframlög, að erfitt
verður hverjum einstakling að sjá um sig stuðningslaust.
Á því hefir strandað og á því mun stranda, ef ekkert er
að gjört. Ofætlun t. d. hverjum einstökum bónda, að sjá
sér fyrir hagfeldum innkaupum og aðdrætti af hentugum
fóðurbæti, og óhægt mörgum um fjárframlög fyrirfram,