Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Qupperneq 98
104
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands.
aðarfélögin tækju þetta mál á sína arma. Þau eru lands-
sjóðsstyrktarbúnaðarstofnanir, sem samkvæmt nafni sínu
og tilgangi, ættu að beitast fyrir hverskonar búnaðarum-
bótum. Hingað til hefir starf þeirra flestra aðallega ver-
ið bundið við jarðræktarframkvæmdir, og þótt þau hafi
allmiklu áorkað í því efni, mun þeim tæpast hafa tekist
að safna um sig þeim þrótt og áhuga, að nægilegt sé
til þroska og langtífis. Hér er nýtt viðfangsefni, umfangs-
mikið velferðarmál, sem alla varðar, og allir munu láta
sig varða. Til þess má vænta fulltingis þings og annara
þjóðþrifastofnana. Jarðræktin og búpeningsræktin grípa
hver inn í aðra, styðja hver aðra, og því sízt illa til fall-
ið að sama félag hafi hvortveggja með höndum. Er það
sömuleiðis í fullu samræmi við starfssvið aðalbúnaðar-
félagsins í landinu, Búnaðarfélag íslands, sem jafnt
beitir sér fyrir umbótum í jarðræktar- og búfjárræktar-
málum. Mætti máske svo fara, að jarðræktarstarfið blómg-
aðist engu síður hjá búnaðarfélögunum, er þeim á þenn-
an hátt ykist starfssvið og útbreiðsla, og efldust sem
stofnanir á allan hátl.
Að endingu skal svo dregin saman sá kjarni og sú
grundvallarhugsun, sem á bak við þetta mál liggur.
Vér viljum efla svo fóðurtrygging bústofnsins
íslenzka, að hann geti talist trygg arðberandi eign
hvernig sem árar, svo hver fjárhagsleg stofnun,
sem vera skal, geti borið til hennar fullkomið
traust sem fastrar veðbœrrar eignar, og svo að
vér aldrei þurfum að þola þunga dóma samvizku
vorrar og annara þjóða, fyrir meðferð vora á
honum, hvorki í siðferðislegu eða fjárhagslegu
tilliti.
Þessu marki viljum vér ná með því:
1. Að bændur sjálfir bindist samtökum, og noti sér,