Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1916, Page 105
Yfirlit
um starfsemi Ræktunarfélags Norðurlands 1916.
1. Gróðrartilraunir.
Áburðartilraunir. Eldri áburðartilraunum haldið áfram.
Byrjaðar nú tilraunir með samanburð á húsdýraáburði,
tilbúnum áburði og síldarméli. Tilraunirnar gjörðar á 8
ára gömlu túni, sem að mestu leyti hefir verið ræktað
með tilbúnum áburði hingað til. Áburður á hektara, ca.
3 dagsl., var sem svarar 200 hestar mykja, verðlagt 100
kr., 600 kgr. síldarmél á 120 kr., 250 kgr. Chilisaltpétur
og 300 kgr. Suberfosfat á 132 kr. Uppskeran var strax
nú á fyrsta sumri talsvert mismunandi á reitunum. Sá-
ust langglegst áhrif eftir útlenda áburðinn, enda var á
þá reitina eytt mestu í verðmæti. fslenzka áburðinn er
altaf álitamál, hvernig meta skuli, en þetta er hið minsta,
sem nú er hækt að fá hann fyrir hér, kominn á tún.
Uppskeruhlutföllin urðu þannig, að fyrir 1 kr. í mykju
fengust alls 35.5 kgr. af þurri töðu, fyrir sama verð í
sýldarméli 33.3 kgr. og fyrir 1 kr. í útlendum áburði
49.0 kgr. Til þess að mykjan gæfi jafnmikið hey fyrir
krónuna og útlendi áburðurinn, mætti ekki virða hestinn
eða 100 kgr. af henni meira en 37.5 au. Annars kemur
stöðugt í Ijós, eins í þeim áburðartilraunum sem staðið
hafa í mörg ár, hve útlendi áburðurinn er áhrifamikill
til þess að auka grasvöxtinn. F*annig fékst nú í sumar