Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 6

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 6
hlýtt á ræður ýmissa áhugasamra bænda víðs vegar að af Norðurlandi, sem áttu nokkuð af þeim sama áhuga og hann, á að efla landbúnaðinn og nota til þess nýjustu þekkingu og tækni. En hér fara kraftar til spillis, hugsaði Sigurður, meðan samtökin vanta.... Hér vantaði ekkert annað en allsherjar félagsskap Norðlendinga, til þess að gera djarfar hugsjónir að veruleika. Á svipstundu stóð það fyrir hugsskotssjónum Sigurðar, hvernig félagsskapur þessi skyldi stofnaður og hvernig störfum lians skyldi haga í öllum aðalatriðum. Á þessum morgni, þ. 24. marz, fæddist Ræktunarfélag Norðurlands í huga hins unga skólastjóra.“ Hins vegar skýrði Stefán Baldvinsson í Stakkahlíð svo frá í útvarpserindi, að Sigurður hafi gengið með hugmyndina frá því snemma um veturinn, og rætt hana við þá Pál Briem, amtmann, og Stefán Stefánsson, þá kennara, er hann dvaldi á Akureyri um jólin. Hafi hann verið búinn að þrauthugsa allt fyrirkomulag félagsins áður en bændanámsskeiðið hófst. Ekki skiptir það miklu, hvort heldur hefur verið, en aðah atriðið er, að Sigurður Sigurðsson átti frumkvæðið að stofn- un félagsins, hún var ávöxtur af stórhug hans og bjartsýni, næms skilnings hans á þörfum íslenzks landbúnaðar og óbil- andi áhuga að vinna málefnum hans gagn. Sigurður bar fram tillögu um stofnun ræktunarfélags á umræðufundi á bændanámsskeiðinu. Var tillögunni tekið með miklum fögnuði, og hinn 26. marz var samþykkt að stofna félagið, og skráðu sig þá þegar 46 stofnendur, sem hétu alls 500 kr. fjárframlagi. Eftir sýslum skiptust stofnend- urnir svo: Þingeyjarsýslur 16, Eyjafjarðarsýsla 6, Skagafjarð- arsýsla 22, Húnavatnssýsla 2. Fundurinn kaus framkvæmda- nefnd, sem undirbúa skyldi reglulegan stofnfund. í henni voru: Sigurður Sigurðsson, sr. Zóphonías Halldórsson, Við- vík, Jóhann Jóhannsson, bóndi, Hvarfi, Bjarni Benedikts- son, bóndi, Vöglum, og Baldvin Friðlaugsson, búfræðingur frá Húsavík. Meðal annars var nefndinni falið að senda um-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.