Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 15

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 15
15 eftirlit með tilraunastörfum, annast um útvegun á vörum þeini, sem Rf. hafði útsölu á, flytja erindi um búnaðarmál og leiðbeina mönnunr í hvívetna í jarðyrkjumálum. Þetta kæmi þó því aðeins til framkvæmda, að breppabúnaðar- félögin fullnægi skilyrðum 7. greinar og sýslurnar greiði ár- gjald til Rf., er ekki sé lægra en 50 aurar á hvert býli. Félagsdeildirnar skyldu starfa áfram, en nú þurfti ekki nema 10 menn til að stofna félagsdeild. Mað lagabreytingu þessari færði félagið stórkostlega út starfssvið sitt. Það er nú orðið samband allra búnaðarfélaga fjórðungsins, og hefur tekizt á hendur eftirlit með jarðabóta- framkvæmdum, og miklu víðtækari leiðbeiningastarfsemi en áður var, jafnframt því sem það nú er skuldbundið til að hafa bönd í bagga með starfsemi búnaðarfélaganna. Stefán Stefánsson lýsir markmiði þessara nýmæla svo: „Þau miða í þá átt að koma öllum Norðlendingum í fastbundinn búnað- arfélagsskap, koma innilegu sambandi og samvinnu á milli allra binna mörgu smáfélaga, er öll bafa eflingu landbún- aðarins — ræktun landsins — að markmiði, sameina þau öll í eina lífræna félagsheild, þar sem hver félagi og félagsdeild vinnur fyrir alla heildina og öll heildin fyrir hvern einn — í einu orði: koma öllum Norðlendingum í eitt búnaðarfélag.“ Eitt merkilegasta nýmælið var ákvæðið um leiðbeininga- starfsemina, sýslubúfræðingana, eins og þeir voru síðar kall- aðir. Þeim var ætlað mikið og merkilegt starf, sem mun hafa verið nýmæli þá í íslenzkum landbúnaði. Enda þótt fjárhagur félagsins virtist vera treystur með ákvæðunum um gjöldin frá búnaðarfélögunum og sýslu- gjöldin, fór því raunar fjarri að svo væri. Kostnaðurinn við framkvæmdir búnaðarsambandsins varð meiri en því gjaldi nam. Og styrkurinn frá Búnaðarfélagi íslands hélzt óbreytt- ur, þrátt fyrir stóraukið starfssvið félagsins. En enginn vafi er samt á því, að þessi ráðstöfun var til stórmikilla bóta. Félagsskapurinn varð fastari, og komst í nánara samband við

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.