Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Síða 17
17
eftir í Ræktunarfélaginu, en sérsamband Eyfirðinga og vest-
ustu hreppa Suður-Þingeyjarsýslu var stofnað 1932. En áður
en það yrði var gerð skipulagsbreyting á Ræktunarfélaginu,
sem fékk lagagildi 1932. Var þá lokið öðru tímabili í sögu
félagsins.
Samkvæmt hinni nýju skipan 1932 varð Rf. Nl. aftur
félag einstaklinga, þ. e. ævifélaga, því að ársfélagar voru
löngu úr sögunni. Til þess var ætlast að ævifélagar mynduðu
deildir, sem að öllum jafnaði skyldu ná yfir eitt sveitarfélag,
þó gat deildarsvæðið náð yfir stærra svæði, ef hentugt þætti.
Hver deild hafði rétt til að senda einn fulltrúa á aðalfund
fyrir hverja 20 félagsmenn eða helmingsbrot af 20. Til þess
að halda uppi tengslunum við búnaðarsamböndin var svo
kveðið á, að formenn búnaðarsambandanna og búnaðar-
þingsfulltrúar þeirra hefðu fidltrúaréttindi á aðalfundum
félagsins, ennfremur að búnaðarsambiindunum skyldi gef-
inn kostur á að birta skýrslur um starfsemi sína í Ársritinu
gegn vægu gjaldi. Félagssvæðið skyldi vera óbreytt.
Það kom brátt í ljós að þessi nýja skipan var einungis að
nafninu til. Búnaðarsamböndin utan Eyjafjarðar neyttu
lítt réttar síns að senda fulltrúa á aðalfundi, og eftir 1938
sendi ekkert þeirra skýrslur sínar til birtingar í Ársritinu
nema Búnaðarsamband Eyjafjarðar. Var félagið þannig að
miklu leyti höggvið úr tengslum við þau, sem þó engan veg-
inn var tilætlunin, þegar breytingin var gerð. Fáar ævi-
félagadeildir voru stofnaðar, og starfsemi þeirra varð lítil,
sem vænta máti, þar sem þær höfðu engin sérstök viðfangs-
efni. Þær fáu deildir, sem stiirfuðu, liættu brátt að senda full-
trúa á aðalfund, nema Akureyrardeildin, sem var langfjöl-
mennust. Varð það oft svo í reyndinni, að fulltrúar liennar
sátu einir aðalfundinn. Félagatalan hélzt þó lengstum í
horfinu, en nýir félagar bættust engu síður við utan félags-
svæðisins en innan. Tekjur félagsins af ævitillagasjóði voru
sáralitlar, enda óx sjóðurinn hægt, því að tillagið var lágt
2