Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 26

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 26
2(i IV. STARFSEMI FÉLAGSINS a. FRAMKVÆMDARSTJÓRAR. Eins og fyn' getnr var Sigúrður Sigurðsson fyrsti fram- kvæmdarstjóri féiagsins, og var hann það í 7 ár. Hann var þá jafnframt skólastjóri á Hólum og gegndi einnig leiðbein- ingastörfum úti um félagssvæðið. Slík störf voru svo um- fangsmikil, að furðu gegnir, að einn maður skyldi geta haft þau öl 1 á hendi án þess að þau biðu hnekki við. Að vísu naut hann mikillar aðstoðar, því að lengstum var skrifstofu- maður ráðinn hjá félaginu, til að annast reikningshald, vöru- sölu og þess háttar, og verkstjórar til að stjórna daglegum vinnubrögðum á sumrum. Engu að síður varð það hlutverk Sigurðar að stjórna og skipuleggja tilraunastarfið. Mun hann hafa verið einráður um hversu því skyldi hagað. Voru tilraunirnar þegar í stað fjölbreyttar og umfangsmiklar, og var þá þegar í upphafi lagður grundvöllur þeirrar tilraunastarfsemi, sem félagið rak síðan. I tíð Sigurðar voru gerðar grasræktar-, áburðar-, kornyrkju-, garðræktar- og trjáræktartilraunir. Öll slík starfsemi var þá nýjung hér á landi, og þurfti því að reisa allt frá grunni. Ekki mun Sigurður hafa haft sér- fræðimenntun að ráði sem tilraunastjóri, er því ekki að undra, þótt sumar þessar tilraunir reyndust árangurslitlar eða misheppnuðust með öllu. Hitt gegnir meiri furðu, hversu góður árangur náðist. Einkum vöktu trjáræktartil- raunir hans undrun og aðdáun. Eftir Sigurð tók Jakob H. Líndal við framkvæmdarstjórn. Hann var ágætur tilraunamaður og hélt af festu og dugnaði frarn því starfi, sem Sigurður hafði lagt grundviill að. Af til- raunum þeirra ára má einkurn nefna kartöflutilraunir, sem gáfu góðan árangur. Jakob gat gefið sig óskiptan að störfun- um fyrir félagið, en því miður lét hann af starfi eftir 6 ár

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.