Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 28
28
fyrsta lagi voru hin tíðu mannaskipti óheppileg. Þá hafði
umrót styrjaldaráranna og dýrtíð sú, er sigldi í kjölfar henn-
ar hin óheillavænlegustu áhrif, sem einkum komu hart nið-
ur á fjárhag félagsins, sem kalla mátti að kæmist í kaldakol
á árunum eftir 1920. Varð það vitanlega til að lama alla starf-
semi félagsins, og má segja að þessi ár sén lægð í starfi þess.
Árið 1924 tók Ólafur Jónsson við framkvæmdarstjórn.
Kom það í lians hlut að rétta við fjárhag félagsins og koma
rekstri þess öllum á réttan kjöl. Tókst honum hvort
tveggja með mestu prýði. Ólafur hafði notið ágætrar undir-
búningsmenntunar fyrir starf sitt. Var og nú orðið léttara
um margt en fyrr hafði verið, og öll tilraunastarfsemi komin
á fastari fót, bæði liér og erlendis en verið hafði þegar félagið
hóf störf. Búrekstur félagsins \ar nú stóraukinn, og varð
hann félaginu drjúg fjárhagsaðstoð. Breyttir tímar höfðu
aukið skilning ríkisvaldsins á mikilvægi tilraunanna, svo að
fjárveitingar til þeirra jukust vtrulega. Þá var það vissulega
vinningur fyrir tilraunastarfsemina, að Rf. hætti að vera
búnaðarsamband, en gat gefið sig óskipt að tilraunarekstrin-
um. Meginviðfangsefni tilraunanna varð nú grasræktin, þótt
einnig væru gerðar tilraunir með garðrækt og kornrækt.
b. TILRAUNASTÖÐIN.
Þegar Ræktunarfélagið hóf starfsemi sína gaf Akureyrar-
bær því land, um 8 ha, eins og fyrr segir. Land þetta var allt
óræktarland, móar og melabörð. Smám saman jukust land-
eignir félagsins, svo að þegar það seldi stöðina á leign, var
land hennar 30 ha. Árið 1917 var býlið Galtalækur keypt
af Sigurði Sigurðssyni, voru það 3l/> ha lands ásamt lítilli
íbúð, fjósi og hlöðu. 1927 var keypt ræktað erfðafestuland
li/2 ha og 10 ha teknir á erfðafestu hjá Akureyrarbæ, enn var
bætt við 6 ha 1935 og 1940 var Krókeyrartún, 1 ha, keypt.
Auk þessa hafði Rf. öðru hverju hólmaspildur á leigu. Næst-