Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 30

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 30
30 kjallara, kostaði það um 7000 kr. Var það síðan endurbætt verulega. Þegar liorfið var að því ráði að stofna kúabú, þurfti á húsakosti að halda fyrir gripi og fjósamann. Var þá Galta- lækur keyptur, sem fyrr segir, með þeim húsum, er þar voru. En þau reyndust bæði lítil og léleg. Var þar því fyrst reist fjós fyrir 15 gripi ásamt hlöðu 1928, en 1933 var húsakostur aukinn þar að miklum mun. Ný íbúð var gerð, reist fjós fyr- ir 12—14 gripi, hlöðurúm aukið, gerðar súrheysgryfjur o. fl., sem nauðsynlegt reyndist. Mátti kalla vel hýst á Galtalæk, er félagið leigði stöðina 1946, enda höfðu öll hús verið reist þar eftir 1927. c. TILRAUNIRNAR. Eins og oft hefur verið fram tekið var tilraunastarfsemin meginviðfangsefni Rf. Nl. Tilgangur tilraunanna var að leita að vísindalegum grundvelli fyrir grasrækt, garðrækt og skógrækt á Norðurlandi. Hafa tilraunir á öllum þessum svið- um verið reknar alla þá stund, sem félagið rak stöð sína, þótt mjög misjöfn áhersla hafi lögð verið á einstaka þætti þeirra á ýmsum tímum. Auk aðalstöðvarinnar á Akureyri var komið upp eins konar sýnistöðvum á árunum 1904—05 á Húsavík, Hólurn í Hjaltadal, Sauðárkróki, Æsustöðum í Langadal og síðar á Blönduósi. Störfuðu þær um nokkur ár. Þá voru gerðar dreifðar áburðartilraunir hjá ýmsum bændum á Norður- landi á árunum 1904-08 og síðar eftir 1930. Sú stefna var uppi um hríð, að æskilegt væri að koma upp smátilrauna- stöðvum helzt í hverri sýslu. En fjárskortur og fleiri örðug- leikar ollu því, að lítið var úr þeim framkvæmdum, og stöðv- ar þær, sem á fót komust lögðust bráðlega aftur niður. Hér er ekki kostur að rekja tilraunir né árangur þeirra nema í stærstu dráttum, enda gerist þess ekki þörf, þar sem

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.