Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Qupperneq 34

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Qupperneq 34
34 Ræktunarfélagsins tók Sigurður að láta gróðursetja tré í tilraunastöð þess, bæði af erlendum og innlendum stofni. Jafnframt var byrjað á uppeldi trjáplantna. Alls munu hafa verið reyndar 30—40 tegundir trjáa og runna í Gróðrarstöð- inni, og höfðu margar þeirra aldrei fyrr verið reyndar í ís- lenzkri mold. Einna merkilegust var tilraun sú, er gerð var með ræktun barrtrjáa í óræktarlandi. Er þar nú myndarleg- ur barrviðarlundur, þótt lítt hafi verið að honum hlynnt. Trjáræktartilraunir Rf. sýndu, svo að ekki varð um villst, að kleift væri að rækta hér skóg, bæði barrtrjáa og lauftrjáa. Var þó sá ljóður á hinum fyrstu tilraunum, að ekki var þess gætt sem skyldi að fá-tré eða fræ frá sem heppilegustum stöð- um, og varð því árangurinn minni í fyrstu en hann hefði getað orðið. Uppeldi trjáplantna og runna hélzt stöðugt, og hefur Rf. drjúgum stuðlað að því, að menn fengju trjáplönt- ur til gróðursetningar við hús og bæi og í smáreiti, enda þótt plöntuframleiðsla þess væri aldrei svo mikil, að hún gæti verið undirstaða skógræktar. En um það verður ekki deilt, að tilraunir Rf. Nl. voru langmerkasti þátturinn í sögu ís- lenzkrar trjáræktar fyrstu áratugi aldarinnar. Síðar tóku aðrir aðilar við því starfi. Arið 1933 seldi Rf. trjágarðinn við kirkjuna Balduin Ryel kaupmanni. Var þá svo komið, að félagið hafði ekki fjár- hagslegt bolmagn til að standa straum af honum, nema með því að það gengi á aðra tilraunastarfsemi, sem þá var talin brýn nauðsyn á. Sala þessi sætti nokkurri gagnrýni, en svo er um hnúta búið í sölubréfi, að sé garðurinn notaður á annan hátt en sem skrúðgarður, eða sé honum svo illa við haldið, að gróðri þeim, sem þar er, sé hætta búin af þeim ástæðum, getur Ræktunarfélag Norðurlands, eða sá sem kann að koma í þess stað, krafizt þess að fá garðinn keyptan fyrir sömu upphæð og hann er nú seldur fyrir, hversu langt, sem liðið er frá sölu hans og hver sem þá er eigandi garðsins. Þegar í öndverðu var hafin blómarækt í Gróðrarstöðinni,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.