Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 35
Fóðurmergkál i gróðrarstöð Rrektunarjélagsins.
bæði til skreytingar henni og til sölu. Var þar um langt skeið
hinn fegursti skrúðgarður og vel haldinn, svo lengi sem Rf.
rak stöðina. Var Gróðrarstöðin þann tíma ein áhrifamesta
auglýsingin um starfsemi Ræktunarfélagsins. Með þessari
starfsemi markaði Rf. stefnu, sem skylt er að fram verði
haldið í tilraunastöðvum landsins, að þar verði einnig ætíð
ræktuð tré og skrúðjurtir til augnayndis og sönnunar því,
hverja fegurð má kalla fram í íslenzkri mold.
Fyrst framan af önnuðust framkvæmdarstjórar félagsins
garð- og trjárækt ásamt öðrum störfum sínum. En 1915 var
ráðin sérstök garðyrkjukona til að hafa á hendi yfirumsjón
með trjá-, blóma- og matjurtarækt, annarri en kartöflurækt.
Fyrst var ráðin til þessa starfs frú Guðrún Þ. Björnsdóttir
frá Veðramóti, gegndi hún því starfi til 1923, en þá tók við
ungfrú Jóna M. Jónsdóttir frá Sökku. Var hún síðan garð-
3*