Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 37

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 37
.37 Byggakur i tilraunastöð Ræktunarfélagsins. margar aðrar matjurtir verið ræktaðar í Gróðrastöðinni frá öndverðu. Enda þótt þar hafi ekki verið um skipulagðar til- raunir að ræða, og engar fullgildar niðurstöður hafi fengizt, má fullyrða, að forganga og reynsla Rf. í ræktun þessara mat- jurta, hefur átt drjúgan þátt í því, að ræktun þeirra hefur verið upp tekin og breiðst út hér nyrðra, því að fyrir daga Rf. var litin óþekkt með öllu. 3. Kornrækt og grænfóðurrækt. Á fyrstu árum félagsins var kornrækt hafin í tilraunastöðinni. Voru þar reynd nokk- ur afbrigði af byggi, höfrum og rúgi. Sum árin náði bygg og jafnvel rúgur fullum þroska, svo að kornið var notað til út- sæðis. En þó mun hafa verið talið á þeim árum, að tegundir þessar yrðu vart ræktaðar til annars en sem grænfóður. Lögð- ust tilraunir þessar niður um 1910. Síðan voru þær upp tekn- ar 1934, og haldið áfram síðan. Flest árin náðu bygg og hafr- ar fullum þroska. Reyndust þar bezt Sölen- og Flöjabygg, og Tenna-hafrar. Niðurstaða þessara tilrauna er sú, að korn geti náð hér þroska í sæmilegum árum, og áhætta við korn-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.