Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 47

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Blaðsíða 47
47 Þetta varð félaginu á ýmsa lund óhagstætt. Fjárhagur þess var með þeim hætti, að það gat aldrei lagt viðskiptum þessum nægilegt rekstursfé, og það þoldi illa að verða fyrir nokkrum skakkaföllum af verzluninni, en hins vegar hlaut verzlunarálagning ætíð að vera svo lág, að hún nægði ekki nema til brýnasta kostnaðar, og ekkert var til að leggja í sjóð til að mæta óhöppum ef einhver kynnu að verða. Þá heimti verzlunin líka allmikla starfskrafta, og þar sem ætíð var að því keppt, að hafa sem minnst starfslið, þá mæddi hún mjög á framkvæmdarstjórunum og dreifði starfskröftum þeirra frá öðrum athöfnum. Einnig var ekki víst, að þótt þeir væru góðir tilraunastjórar, þá væru þeir einnig slyngir verzlunar- menn. Allt um þetta varð verzlunin um skeið fyrirferðar- mikill þáttur í starfsemi félagsins. Félagið verzlaði með og útvegaði mönnum eftir pöntun- um alls konar jarðyrkjuverkfæri, einkum hestaverkfæri, voru það kerrur, plógar, herfi, moldskúffur, sláttuvélar, rakstrarvélar, ásamt varahlutum í þessi tæki. Skipta tæki þau, er félagið seldi, mörgum hundruðum, og varð verzlun þessi áreiðanlega mjög til að flýta fyrir útbreiðslu þeirra og notkun. Einnig verzlaði það með handverkfæri. Á öðru leitinu var verzlun félagsins með sáðvörur og tilbúinn áburð. Árum saman var Rf. eini aðilinn utan Reykjavíkur, sem gerði bændum kost á vörum þessum. Þótt magn þessara vara væri þá sáralítið hjá því sem nú er, þá er þess að minn- ast, að Rf. var samtímis að kenna mönnum að nota þær. Vann það þar mikið brautryðjandastarf eins og á mörgum öðrum sviðum. Og því má við bæta um verzlun félagsins, að vörur þess voru ætíð vandaðar, og viðskiptamönnunum tryggt hið bezta, sem fáanlegt var hverju sinni. En eins og fyrr segir, félagið spann ekki gull af verzlun sinni, og hvað eftir annað komu fram raddir um að leggja hana niður, en nauðsynin krafði að henni væri áfram haldið, meðan aðrir aðilar luifðu ekki vörur þessar á boðstólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.