Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 52

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 52
um þessum, alls 1500 kr., var sjóðurinn stofnaður. Skipu- lagsskrá hans var sett 1913, og ákveður að verja 3/4 ársvaxta til áburðarrannsókna. í þakklætisskyni fyrir rausn Fraenck- els kaus Ræktunarfélagið hann fyrsta heiðursfélaga sinn á að- alfundi 1906. Mynd hans og minningargrein er í Arsritinu 1911-1912. Sjóðir þessir nárnu í árslok 1952: Ævitillagasjóður kr. 22.368.26, Búnaðarsjóður Norðuramtsins kr. 18.186.88, Gjafasjóður Magnúsar Jónssonar kr. 12.215.35 og Minning- arsjóður M. Fraenckels kr. 5.690.19. Sjóðirnir samtals kr. 58.470.68. NIÐURLAG. Hálf öld er liðin frá stofnun Ræktunarfélags Norðurlands, öld breytinga og byltinga. í sögu þjóðanna er það ekki lang- ur tími, en mælikvarða einstaklinga og venjulegra samtaka þeirra, er það býsna langt. Fátt er nú eftir af frumherjunum, sem hófu merki Ræktunarfélagsins fyrir 50 árum, og þeir, sem þá voru á bernskuskeiði eru teknir að feta undan ald- ursbrekkunni. Breytt viðhorf í þjóðlífinu hafa orkað á störf Ræktunarfélagsins á liðnum tímum, en markið hefur verið sama: rœktun landsins. Það hefur orðið að standa af sér storrna og hretviðri krepputíma og hvers kyns örðugleika, en það hefur einnig notið góðs af uppgangstímum og góðæri. Ræktunarfélagið var stofnað á aldarmorgni, að vori til undir merkjum vaxtar og gróandi. Það setti markið hátt. Enn eru tímamót í ævi þess. Ný viðhorf skapa ný verkefni og nýja starfshætti, þótt markið sé liið sama. Það er ekki nema eðlilegt, að af félaginu sé nú horfinn sá svipur vonglaðrar æsku, sem einkenndi hin fyrstú starfsár þess, en fjarri fer þó því, að það þurfi að sýna ellimörk af þeim sökum. Viðfangs- efnin eru nóg, og meðan fullt er fangið óleystra verkefna,

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.