Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 57
57
jarðræktarmenn eða búfjárræktarmenn, eftir eins vetrar
nám. Þótt það verði að viðurkennast, að íslenzkur landbún-
aður sé og verði mest megnis á báðum þessum sviðum sam-
tímis, getur þó upplag nemendanna verið svo einhliða, að
slík námsskipting sé réttmæt.
•/. Það er athugunarvert, hvort nemendum skólanna er
ekki íþyngt um of með skyldunámsgreinum, en í það horf
hefur áreiðanlega stefnt að undanförnu við flesta skóla.
Því má ekki gleyma, að veigamikill þáttur alls skólastarfs er
vakningin og sjálft skólalífið, og því starfi þarf að ætla rúm,
og það er hlutverk góðra kennara og góðrar skólastjórnar að
stuðla að því að þetta rúm sé fyllt þannig, að það verði nem-
endunum til þroska og þekkingarauka.
5. Verknámið á líklega að breytast verulega. I stað þess,
sem nú gildir, eiga að koma 2—4 vikna námsskeið og sé hvert
þeirra lielgað einu viðfangsefni. Þessum námsskeiðum má
dreifa bæði á vetur og sumar. A vetrum má hafa námsskeið
í ýmsum iðngreinum, smíðum ýmiss konar, bókbandi o. s.
frv. Ennfremur námsskeið í hirðingu, viðgerð og meðferð
véla, hirðingu búfjár, tamningu og ef til vill fleiru. A sumrin
koma svo námsskeið í framræslu, jarðvinnslu, garðyrkju,
heyvinnu o. fl. Krefjast má þess, að hver nemandi taki þátt
í vissri tölu námsskeiða eftir frjálsu vali. Þá geta þeir valið
úr það, sem þeir hafa mestan áhuga fyrir, og þurfa ekki að
stunda verknám í því, sem þeir ef til vill hafa numið heima,
áður en þeir komu í skólann. Þar geta þeir látið bóknámið
nægja.
Sá þáttur búnaðarfræðslunnar, sem fram fer í bændaskól-
unum, er aðeins nokkur hluti hennar og nær til tiltölulega
fárra. Meginhluti búnaðarfræðslunnar fer fram í gegnum
búnaðarrit, erindaflutning í útvarpi, á námsskeiðum, bænda-
fundum, við ýmsa skóla eða stofnanir og í persónulegum við-
tölum. Fæstir gera sér ljósa grein fyrir, hve drjúg og víðtæk