Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Side 60
60
búnaðarfélög. Með þessari tilhögun væri hægt að dreifa
fræðslunni yfir miklu lengra tímabil og skapa henni miklu
betri aðstiiðu heldur en unnt er að fá út í einstökum bún-
aðarfélögum. Ennfremur væri auðveldara að fá starfskrafta
og auka fjölbreytnina á þennan hátt. Myndasýningar af
ýmsu tagi eru mikið í móð og vinsælar. Fólk vill horfa frekar
en hlusta. Skemmtiatriði, önnur en þurra búfræði, mætti
hafa til þess að fjörga upp og til þess að hæna að yngri kyn-
slóðina.
2. Þrátt fyrir þetta, getur verið réttmætt, þar sem áhugi er
fyrir því, að halda fræðslufundi út í búnaðarfélögunum, en
þá þarf að breyta tilhögun þeirra. Það má ekki blanda saman
fræðslustarfsemi og öðrum félagsstörfum. Fundirnir gætu
verið blandaðir fræðslu- og skemmtifundir. Fræðsluatriðin
gætu aðallega verið í því fólgin að svara fyrirspurnum og
sýna myndir og útskýra þær, þar sem hægt er að koma slíku
við. Fámennari búnaðaríélög ættu að reyna að sameina sig
um slík fundarhöld. Fundirnir eiga að vera almennir, ekki
aðeins bundnir við bændur eða búnaðarfélaga. Fundirnir
eiga að geta hafizt fyrr en nú tíðkast, t. d. um kl. 10 árdegis,
en þá þarf að gera ráðstafanir til þess, að fólk geti fengið
hressingu á fundarstaðnum. Kvöldfundir geta einnig komið
til greina.
3. Ástæða er til að vekja athygli á tveimur eða þremur nýj-
um fyrirbærum í búnaðarfræðslu, sem enn eru ung að árum
en lofa góðu. Eitt eru námsskeið þau fyrir unga menn, sem
haldin hafa verið á vegum Búnaðarsambands Suðurlands og
stjórnað hefur verið af ráðunautum sambandsins. Nántsskeið
þessi hafa staðið í nokkrar vikur, og hafa nemendurnir feng-
ið tilsögn í helztu greinum landbúnaðarins og þótt ná mikl-
um árangri á skömmum tíma. Áþekk námsskeið mætti auð-
vitað halda í ýmsum sérgreinum landbúnaðarins.
Annað atriðið er búnaðarfræðsla við framhaldsskóla
ýmiss konar, sem leitt hefur til þess, að búfræðilega