Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 64

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 64
(il beinlínis hindrað eðlilega þróun. Það, sem fyrst og fremst þarf að vinna að í ráðunautastarfseminni, er ef til vill að efla samstarf ráðunautanna innbyrðis, samstarf héraðsráðunauta og landsráðunauta, samstarf ráðunauta og tilrauna- og rann- sóknarmannanna. Engar kriifur verða til þess gerðar, að þetta yfirlit um búnaðarfræðsluna í landi voru, bendi á nokkuð það, er valda mundi straumlivörfum eða byltingu. Tilætlunin er miklu fremur að vekja athvgli á því, að hér fer í raun og veru fram all víðtæk og fjölbreytt búnaðarfræðsla, og það sem aflaga kann að fara, er ekki ætíð vegna skorts á fræðslu, heldur frernur vegna tómlætis um að notfæra sér hana. Ennfremur er gagnlegt, í sambandi við þær furðu miklu breytingar, sem orðið hafa á búnaðarháttum vorum síðustu 50 árin, eða jafn- vel síðustu 30 árin, að hugleiða, hvort búnaðarframleiðslan muni ekki eiga drjúgan þátt í þeirn, þótt til séu þeir menn, sem hnjóði í hana og telji hana hafa unnið lítið gagn, svo að ekki sé meira sagt. Mundi mönnum áreiðanlega bregða ónotalega í brún, ef hún hefði aldrei nein verið, og því um- svifameiri og fjölbreyttari, sem bústörfin verða, þeirn mun víðtækari búnaðarfræðslu er þörf. Auðvitað verður henni í ýmsu ábótavant og umbótaþörf, eins og þeim, er hún á að þjóna, og auðvitað verður jafnan að dæma hana í samræmi við þekkingu, þarfir og skoðanir líðandi stundar.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.