Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 65

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1952, Page 65
JÓN DÚASON, dr. juris: Hervarnir gegn eyðingu landsins. Eftirfarandi grein birtist í 4. hefti Eimreiðarinnar s.l. ár. Ritnefnd skógræktarþáttarins telur að boðskapur sá, sem greinin flytur, sé svo mikilsverður, að sem flestir íslendingar þyrftu að kynnast honum. Fjöldi þjóða hefur eina og sömu sögu að segja: Áður fyrr voru fjöll þakin miklum skógum. Þeir voru eyddir. I.andið blés upp. Stormar, regn og leysingaflóð feyktu og skoluðu jarðveginum burtu, svo að eftir stendur aðeins skafið berg eða grjóturð. Víðáttumikil láglendisflæmi voru einnig klædd skógum. Skógunum var eytt í gáleysi. Og þegar svo reyndist, að skóg- urinn hafði staðið á gróðurtakmörkunum, blés landið upp, gróðurmoldin fauk burtu, og landið varð að eyðimörk. Fornrit Grikkja gefa oss fagra rnynd af fögru og sólríku landi með skógiklæddum fjiillum. Nú eru þessi fjöll orðin ber og nakin auðn. í stað hinnar fornu hámenningar er nú komin sárasta fátækt. Skógar Grikklands voru fyrrum undir- staða skipasmíða, siglinga, heimsverzlunar og nýlenduvelda grísku borgríkjanna í fornöld. Væru stálskip nú ekki orðin verzlunarvara, er óvíst, að Grikkir væru nú mikil siglinga- þjóð. Ber og nakin fjöll Ítalíu voru við upphaf Rómaveldis þak- in miklum skógum. Skógar þessir gáfu við í hina sterku flota Rómverja. Væri fjalllendi Italíu nú þakið slíkum skógum, sem þá voru, mundu þeir gefa af sér mikla auðlegð efnivöru, er gæti verið undirstaða stóriðju, sem veitti atvinnu, beint og óbeint, sæg af nú iðjulausum öreigahöndum. ísland var ekki stórveldi í fornöld, þótt um sum atriði menningar og dáða þoli það samanburð við sjálfa Róm. Is-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.